Skora á Fyrirtæki að heita á mig

Heildarvegalengd göngunnar er 3446 km eða alls 82 maraþon

Ég skora á fyrirtæki til þess að heita á mig til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands


Kominn nokkrum km frá Laxá í Kjos

Það er búið að vera frábært veður síðustu dagana. Ég er orðinn mjög hraður í göngunni sérstaklega þegar kemur gott undirlag til að labba á.

Ég er búinn að ákveða tímann sem ég kem að Ráðhúsi Reykjarvíkur á Laugardaginn. Það er kl 1600. Allir eru velkomnir.


Lokadagurinn

Ég mun ljúka göngu minni fyrir utan ráðhús Reykjavíkur á Laugardaginn kl 15 eða 16. Ég segi endanlegan tíma strax og ég veit hann. Eftirá verð ég með léttar veitingar á vínbarnum Kirkjustræti kl 1900 og er það opið fyrir alla velunnara strandvegagöngunnar.

 

Þeir sem ætla að labba með mér síðasta daginn er það velkomið en hættuminnst er að gera að síðustu 5 km sem er frá Kleppsvegi og að Ráðhúsinu. Ennfremur getið þið bara hringt í mig í síma 6961311 og ákveðið tíma og stað.


Kominn í Melasveit

Í gær gekk ég frá Bændaskólanum á Hvanneyri og eftir vesturlandsvegi inn að afleggjaranum að Melasveit og að bænum Melar. Veðrið var frábært 19 gráðu hiti og sól. Frábær dagur.

Kominn að bændaskólanum á Hvanneyri.

Eftirfarandi er gönguskipulagið næstu daga fram að lokum göngunnar á laugardag:


Dagurinn í dag  Bændaskólinn Hvanneyri- Melar í Melasveit
Miðvikudagur Melar Melasveit-Hvalstöðin Hvalfirði
Fimmtudagur Hvalstöðin Hvalfirði-Tíðaskarð
Föstudagur-Tíðaskarð-Hringtorg fyrir neðan Mosfelsbæ
Laugardagur Hringtorg fyrir neðan Mosfellsbæ-Lækjargata


Kominn 8 km frá endanum á Mýrum

Þetta er búið að vera róleg helgi á Mýrunum og aðgerðarlítil. Það voru nokkrir sem löggðu lykkju á leið sína og jafnvel komu frá höfuðborginni til þess að heilsa mér. Ég geng framhjá Borgarnesi á MILLI 13 OG 1400 í dag fyrir þá sem hafa áhuga á að labba með mér. 2276 km komnir

kominn 24 km inn á Mýrar

Kominn á Mýrarnar. Þessi kafli er tiltölulega fábreytilegur en það er gaman að lítið er eftir. Gaman að hafa 2 aðstoðarmenn í dag Það var Fúsi og kærasta hans Randý sem hugsuðu bæði um mig í stoppum. Tek stór skref núna og hvíli eftir hverja 10 km. Millitíminn er góður eða rétt undir 1 klst með hvern 5 km. 2246 km eftir.

Kominn að afleggjaranum að Mýrum

Síðustu dagar eru búnir að vera viðburðarríkir og enginn tími til þess að blogga eða gera nánast neitt nema að labba. Mikið af fólki labbaði með mér frá Hellnum og að Mýrum. Þegar ég var kominn ca 14 km frá Vegamótum á Snæfellsnesi þá tók ég mér frí í 2 daga síðustu helgi og vörðum við Fúsi fríinu í hinum eina sanna kaupstað Reykjavík í fyrsta skiptið í 3 mánuði. Flest kaupstaðarmál voru afgreidd  þá. Síðan var förinni heitið á suðurland og ég gekk þar 95 km sem ég skildi eftir í fyrra undir Eyjarfjöllum og Landeyjarnar voru gengnar. Í dag byrjaði ég að ganga þar sem frá var horfið 14 km frá vegamótum og endaði við afleggjarann að Mýrum. Tek frí á morgun og byrja endasprettinn til Reykjavíkur á Laugardaginn.

Endaði 7 km frá Hellnum

Þjóðgarðsverðir löbbuðu með mér í dag fyrstu km. Ég byrjaði í frábæru veðri en fljótlega skall á þoka og mikíð rok. Ég gekk síðan útúr rokinu og í mjög gott veður sem varði helmingin af leiðinni. Við Fúsi komum við á Hellnum og fengum okkur kaffi og kökusneið. Fann fyrir mikilli orku þegar ég var kominn á móts við Hellnar. Kanski vegna jökulsins? Ég hef fundið þessa tilfinningu áður í ferðinni og það var undir Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í vor. Ég er ekki einn af þeim sem trúir á yfirnáttúruleg fyrirbæri og ég tel að þessi tilfinning sé sprottin af einhverjum aðstæðum sem skapast og virka svona á lðíkamann. Það væri gaman að geta skilgreint þessar aðstæður betur og búið þær síðan til þegar á þarf að halda.


2000 km múrinn fallinn

Kominn upp í 2020 km eftir daginn í dag. Ég fór 30 km í gegnum 3 þorp á Snæfellsnesi Ólafsvík, Rif og Hellissand. Fólk kom og labbaði með mér á þessum stöðum. frábært gönguveður. Ég endaði 9 km fyrir utan Gufuskála og það má segja að ég sé búinn að klára Breiðafjörð því að ég er kominn nær Faxaflóa en Breiðafirði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband