Endaði 7 km frá Hellnum

Þjóðgarðsverðir löbbuðu með mér í dag fyrstu km. Ég byrjaði í frábæru veðri en fljótlega skall á þoka og mikíð rok. Ég gekk síðan útúr rokinu og í mjög gott veður sem varði helmingin af leiðinni. Við Fúsi komum við á Hellnum og fengum okkur kaffi og kökusneið. Fann fyrir mikilli orku þegar ég var kominn á móts við Hellnar. Kanski vegna jökulsins? Ég hef fundið þessa tilfinningu áður í ferðinni og það var undir Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi í vor. Ég er ekki einn af þeim sem trúir á yfirnáttúruleg fyrirbæri og ég tel að þessi tilfinning sé sprottin af einhverjum aðstæðum sem skapast og virka svona á lðíkamann. Það væri gaman að geta skilgreint þessar aðstæður betur og búið þær síðan til þegar á þarf að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband