Persónulegt met slegið 40 km dagur

Ég byrjaði í Álftafirði og gekk Helgafellssveitina og endaði í botni Kolgrafarfjarðar á Snæfellsnesi alls 40 km í frábæru veðri. Heildarvegalengd 1960 km. Ég og Fúsi aðstoðarmaður gistum nú í góðu yfirlæti á Hótel Stykkishólmi


Kominn inn í Álftafjörð

FÍ gær tók ég 5 km og fórum við Fúsi síðan í kaupstaðarferð til Stykkisholms og lukum verkefnum sem við getum ekki gert um helgi. Frábært veður í dag. Endaði í Álftafirði á Snæfellsnesi eftir 30 km labb á góðum tíma eða 6 tímum og 28 min sem er minn besti tími til þessa. Er að gæla við það verkefni að bæta persónulegt met hjá mér á morgun og labba 40 km. Læt vita annað hvöld hvernig til tókst. Heildarvegalengd er komin í 1920 km.

Kominn á Snæfellsnes

Gekk 17 km eftir Skógarströnd og í gegnum Búðardal í dag. Veðrið var sæmilegt. Tempóið var mjög gott eða rétt rúmlega klst með 5 km í öllum 5 km á 30 km degi. Ánægður með það.  Fer framhjá gatnamótunum að Stykkishólmi á sunnudag og í gegnum Grundarfjörð á mánudag fyrir þá sem hafa áhuga á að labba með mér. Ég geng í gegnum 2000 km múrinn á næsta þriðjudag. Búinn með 1885 km í sumar.


Kominn 3.5 km N við Búðardal

Þetta eru búnir að vera frábærir dagar undanfarið og veðrið hefur verið eins og best verður á Íslandi. Ég hef tekið venjulegan dagskammt eða 30 km og kláraði Skarðströnd og Fellströnd. Helgi Steingríms hjá RB kom og heilsaði mér á Fellströnd í gær.

Kominn 5 km inn á Skarðströnd

Laugardagurinn var hvíldardagur og notuðum við Fúsi tækifærið og fórum kaupstaðarferð til Stykkishólms sem er kaupstaður okkar núna þessa dagana og verður næsta hálfan mánuð eða svo. Í dag kláraði ég Gilsfjörð og endaði 5 km eftir Skarðströnd í frábæru veðri. Ég var á fáförnum slóðum þannig að ég hitti ekki mikið af fólki en hitti Ingibjörgu Hafstað aftur í Búðardal þegar ég var á heimleið að sleikja sólina. Allstaðar rekst maður á RB fólk. Gaman að því. Tók 30 km frá 1030 til 1800 með hvíldum sem gerði rétt rúma 6 tíma sem er persónulegt met. 40 km dagur ætti að vera á næsta leiti.


Endaði 4 km frá Bjarkalundi

Síðustu dagar eru búnir að vera frábærir göngudagar og veðrið himneskt fyrir utan einn dag þar sem ég fékk monsoonrigningu þegar ég var að ganga klettsháls. Ég sef mikið núna og nota hvöldin til undirbúnings næsta dags vegna þess að ég er að lengja dagskamtinn upp í rúmlega 30 km á dag. Þess vegna hef ég ekki bloggað mikið undanfarna daga. Hitti Ingibjörgu frá RB á Hjallahálsi í gær. Alltaf gaman að hitta RB fólk á leiðinni. Mikið er um það að fólk sé að stoppa og spjalla við mig og nánast allir sem keyra framhjá heilsa mér þannig að gangan er vel kynnt. Ég labba inn í Gilsfjörð í dag og verð í lok dags búnn að labba 185 km í þessari viku 1740 km alls og kominn í Dalasýslu og búinn að klára vestfirði. Verð á svæði með stopult GSM og netsamband í næstu viku en ég reyni að blogga eins oft og ég get.

Kláraði Kjálkafjörð

Frábært veður í dag og tók ég 30 km eins og vanalega. Mikið af fólki veifuðu mér og jafnvel stoppuðu og spjölluðu við mig og tóku myndir af mér. Það var skemmtilegt. Búinn að ganga 1620 km í sumar.

Bætti persónulegt met í dag

Ég gekk frá rótum Kleyfaheiðar og að Flókalundi alls 35 km og bætti þar með persónulegt met um 5 km. Best átti ég 30 km. Millitíminn á 5 km var 55 á fyrstu og 1 klst á næstu 3X5. Kláraði 35 km fyrir 1800. Veðrið var gott skýjað og súld á köflum. góður dagur. Búinn að ganga 1590 km í sumar


Endaði við Breiðafjörð

Ég kláraði Kleifaheiði og endaði á Barðaströnd í leiðinda veðri. Ég fékk mér pylsur með vinnuskólanum á Patreksfirði og þau löbbuðu með mér fyrstu kílómetrana

Tek hvíldardag í dag vegna veðurs


Kominn 2 km frá Patreksfirði

Í gær var rigning og ég fór frá enda Dynjandisheiði og til Bíldudals. Í dag gekk ég í fylgd krakka úr vinnuskóla Bíldudals fyrsta spölinn og gáfu þau mér nesti fyrir ferðina. Síðan gengu á móti mér krakkar frá Tálknafirði þegar ég fór þar framhjá. Eg gekk 2 heiðar í dag. Hálfdán sem er 500 m há og miklidalur sem er 396 m há. Þannig að þetta var stífur dagur og með þeim stífari í sumar. Síðan fór ég í pottinn á Tálknafirði á eftir og sá fréttina um strandvegagönguna á NFS sem heppnaðist mjög vel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband