Tilbúinn í slaginn

Fer til Amsterdam á morgun. Spáin er rigning og 9 stiga hiti þannig að regngallinn verður tekinn með í för. Stefni á að labba stíft þar og skoða borgina vel í leiðinni.


Leppinið komið í hús

c_documents_and_settings_vi_skiptavinur_ejs_desktop_20060411190738013_1.jpg
hérna er mynd af birgðunum

Tek á móti Leppinbirgðunum í dag

Ég Tek á móti 540 flöskum af Leppin orkudrykk í dag. Ég mun senda það í pósti á valda staði á leiðinni. Ég kem með mynd af stæðunni í hvöld

Múrinn

Maraþonhlauparar tala oft um "múrinn". Múrinn er þreyta sem hellist yfir líkamann og hreynlega stöðvar hann. Þetta kemur yfirleytt á milli 27 og 29 km. Ég fæ þetta hvort sem ég er að labba eða hlaupa. Ég fann fyrir múrnum mjög vel í RM síðastliðið haust og finn fyrir honum þegar ég labba fullt ömmulabb. Múrinn er að hluta sálfræðilegur og að hluta líkamlegur. Líkaminn er búinn að brenna kolefnisbirðum líkamans og eina sem eftir er er að brenna fitu. Að brenna fitu er erfitt fyrir líkamann og flóknari prósess heldur en að brenna kolvetnum. Þess vegna hægist á vöðvum og hvert skref verður eins og það er þitt síðasta.

Mín kenning er sú að "múrinn" sé í raun þróunarfræðilegur. Þegar við vorum á sléttuni að ellta gasellur og vísunda og fleyri dýr sem hlaupa eftir sléttuni þá höfðu dýrin ekki þol nema ca 20 km á hlaupum. Maðurinn hefur þróast í þá átt að hlaupa 27 km sem er 7 km lengra heldur en bráðin og það er nóg. Það er alger óþarfi að þróa mann sem getur hlaupið 100 km þegar bráðin sem hann er að ellta getur bara hlaupið 20 km.


Fór 25 km ömmulabb í gær

Þetta fór ágætlega í mig þótt að ég kólnaði svolitið upp í lokin. Millitímar voru mjög góðir. Ég fór hvern 5 km á 1 klst þannig að ég var 5 klst að þessu þannig að heildarvegalengd helgarinnar var 50 km

Labba úti í Amsterdam um páskana


25 km ömmulabb í gær

Fór 25 km ömmulabb í gær og endaði í Smáralind þar sem ég var sóttur. Betra að fara 25 km heldur en 30 km vegna þess að 25 km verður sú vegalengd sem ég fer á hverjum degi í sumar. 30 ekki. Er á leiðinni í ömmulabb aftur núna

Mynd af mér komin inn

Bara að láta vita

Fæ sprautun á bílinn

Jæja núna fæ ég sprautun á bílinn. Það er fyrirtækið www.memo.is sem ætlar að gera það fyrir mig í næstu viku. Fer 2 ömmulöbb um helgina. Veðrið er ekki til að hrópa húrra fyrir en það verður að hafa það. Ég á örugglega eftir að lenda í svipuðu veðri í sumar og miklu verra en þetta.

Fór í keilu

Ég fór í keilu í hvöld í stað þess að fara á æfingu í Worldclass. Í raun er það allt í lagi svona stutt eftir í gönguna. Ég fer á fund á morgun hjá www.memo.is og þeir ætla að merkja bílinn sem ég verð með í sumar. Einnig ætla ég að setja blikkljós á þakið á bílnum. Redda því í vikunni.

Komin mynd fyrir gönguna

Núna er ég kominn með mynd af Strandvegagönguni til hliðar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband