Hvíld í dag

Ég tek mer hvíld í dag eftir 60 km gönguhelgi. Slappa af og horfi á survivor í hvöld og borða eitthvað hollt eins og grænmeti. Fer síðan í ræktina í Worldclass Laugum á morgun.

Ömmulabb gekk vel

Þetta gekk ágætlega. Mikill reykur á leiðinni heim frá sinueldunum á Kjalanesi þannig að sveið í augum. Svolítið rok en annars allt í lagi. Ánægður með æfingar helgarinnar

Ömmulabb gekk vel í gær

Ömmulabbið gekk vel í gær og var ég kominn heim rúmlega 6. Í dag eru smá harðsperrur en ekki teljandi. Laga það með deep heat kremi. Er að leggja af stað aftur núna og læt vita hvernig gengur

Laggður af stað í ömmulabb

Ég sendi næsta blogg í hvöld þegar ég er kominn aftur

Ömmulabb á morgun

Ég er að undirbúa Ömmulabb á morgun. Ég fer snemma að sofa og maka mig útí illa lyktandi smyrsli bæði í hvöld og í fyrramálið til að hindra bólgur. Ég setti vaselín á lappirnar síðustu helgi og það virkaði mjög vel. Ég slapp við blöðrur.


Fyrsta bloggið á síðu morgunblaðsins

Þetta er fyrsta bloggið á nýrri síðu. Það er af mér að segja að ég fór ömmulabb síðustu helgi og Fúsi aðstoðarmaður hjálpaði mér í stoppunum. Amma var með góðan mat að vanda. Ég var ekki eins hraður eins og ég hef verið og engar bætingar voru hjá mér  í tíma. En það er ekki hægt að bæta sig endalaust. Ég stefni á því að labba ömmulabb báða dagana um næstu helgi eða alls 60 km.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband