Nú fer að styttast

Bíllinn góði bilaði um helgina þannig að Fúsi aðstoðarmaður og frú gátu ekki farið á honum til Akureyrar eins og þau ætluðu. Ég set bílinn í viðgerð á morgun. Ef ég get fengið hann í vikunni þá væri það frábært. Hins vegar ef ég get ekki fengið hann í vikunni þá munum við verða með bílinn hans fúsa þangað til að Einar Magnús kemur til akureyrar í lok mai. Svona getur komið fyrir.


undratækið virkar ekki fyrir blogg

Ég fékk mer´undratæki sem er bæði sími og tölva. Ætlunin var að nota þetta tæki til þess að blogga í sumar á labbinu. Þegar ég var búinn að stilla það í gærhveldi þá sá ég það mér til mikillar mæðu að ég kemst ekki inn í stjórnborðið til þess að skrifa. Ég er að vinna í því að laga það ef það er hægt. Fúsi aðstoðarmaður kemur í dag með konunni sinni til þess að skemta sér í Reykjavík og að ná í bílinn minn. Þau fara á honum á mánudag.

Bíllinn kominn með merkingu

Nú er búið að merkja bílinn. Þetta er heljarinnar flott hjá memo.is sem gerði þetta fyrir mig í gær. Það er þegar búið að hringja í styrktarnúmerið 9075050 nokkrum sinnum og mæli ég með því að sem flestir geri það. Eina sem eftir er núna er að útvega boli og endurskinsvesti með auglýsingum. Það reddast á næstu dögum. Ég er að skoða núna síma með interneti og stýrikerfi sem ég get komist á internetið og bloggað á þessari síðu í sumar hvar sem ég verð. Ég datt inn á mjög gott tæki sem ég er alvarlega að skoða. Læt ykkur vita hvernig gengur og sendi vonandi blogg úr tækinu á næstunni.

Undirbúningurinn heldur áfram

Ég sendi bílinn í dekkjaskipti yfir á sumardekk í snjónum í morgun!! Nú er komið sumar og þar við situr. Ömmulabbið um helgina gekk mjög vel og kom líkaminn vel út úr því. 12 dagar í gönguna


Ömmulabb í dag

Ég fór síðasta ömmulabbið í dag. Fínt veður en svolítið stirður líkami. En samt ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Fjölmiðlar komu og tóku viðtal við mig á leiðinni.


Hellisheiði orðin fær

Þetta er orðið spennandi. Vona að þetta haldist

næsta ömmulabb á laugardag

Næsta ömmulabb og það síðasta í langann tíma fer ég á laugardaginn. Það verður rok og rigning en það ætti að vera fínt. Það verður vídeomaður með mér á leiðinni og tekur viðtal.

Hellisheiði eystri enn ófær

Nú fylgist ég spenntur með færð á Hellisheiði eystri. Hún er enn ófær bilum og bara 20 dagar þangað til að ég geng hana. Einn möguleyki er að ef hún er ófær þá keyrir aðstoðarmaður minn hina leiðina til Vopnafjarðar og tekur á móti mér þegar ég kem niður hinum megin búinn að ösla skafla á heiðinni í 5-7 klst. Ég læt ekki svona smáatriði eins og ófærð aftra mér frá því að komast þetta. Maður getur fylgst með færðinni á eftirfarandi heimasíðu

 http://www3.vegag.is/faerd/island1.html

Ég reddaði blikkljósi til þess að setja á toppinn á fylgdarbílnum í gær. Þetta er allt að koma. Nú er Worldclassæfing á Laugum í eftirmiðdaginn og Ömmulabb á morgun


Kominn heim

Búinn að hlaða batteriin í Amsterdam og kominn heim fullur fjöri. Fór í langan göngutúr um borgina í gær og skoðaði ég hana frá öðruvísi sjónarhorni heldur en ég er vanur hingað til. Ég drakk mikið af kaffi  Þannig að þetta var góður undirbúningur undir ferðina í sumar.

Kominn til amsterdam

Thetta er buid ad vera mikill hasar her en litill timi gefist i gongu eins og eg aetladi i upphafi. Eg fae hins vegar tima i dag til gonguferda og er a leid ur husi i godan hring i kringum borgina

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband