Hvíldardagur í dag

Hér á Vopnafirði er gott veður þannig að ég ákvað að hvíla í dag. Við Fúsi fórum í sundlaugina í Selárdal. Það er lítil 12 m útisundlaug og 2 heitir pottar. Það kostar ekkert í hana og það er ekkert rafmagn í búningsklefum. Þeir eru lístir upp af kertum sem maður kveikir á þegar maður klæðir sig úr. Sundlaugin á Þórshöfn er innisundlaug og virkar þannig að maður hringir í sundlaugarvörðinn þegar maður ætlar að fara í laugina og hann opnar fyrir manni. Þetta er allt mjög heimilislegt á þessu svæði. Ég og Fúsi aðstoðarmaður gistum í góðu yfirlæti á Hótel Tanga á Vopnafirði. Maturinn þar er eftirminnilega góður og öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Á morgun byrja ég þar sem frá var horfið í gær og enda 25 km frá Þórshöfn

Endaði 1 km frá Þórshöfn á Langanesi 2000 km eftir

Þórshöfn
Veðrið var mjög gott. Kalt 0-2 gráður en nánast logn og engin úrkoma. Fengum okkur kaffi hjá Sigurvin í Hofi undir Gunnólfsvíkurfjalli. Kláraði að ganga Brekknaheiði. Þrátt fyrir nafnið eru ekki margar brekkur í henni. Búinn að labba 200 km síðan á Egilstöðum. Á morgun geng ég 25 km frá Þórshöfn á Laganesi í átt að Raufarhöfn

Endaði við Miðfjörð í Bakkafirði 2025 km eftir

Ég gekk frá miðri Sandvíkurheiði og að Miðfirði í dag í miklum snjóbyl en hægum vindi. Nokkuð var um að fólk stoppaði okkur Fúsa til að spjalla og allir á svæðinu virtust vita um gönguna. Nokkrir fjölmilar á svæðinu komu til þess að taka myndir og viðtal. Við keyrðum um Bakkafjörð á leiðinni til baka. Á morgun enda ég 3 km frá Þórshöfn á Langanesi og fer Brekknaheiði.

Endaði á miðri sandvíkurheiði - 2050 km eftir

Veðrið í dag var snjókoma og rok. Kláraði 25.5 km. Ég gekk í gegnum Vopnarfjarðarkaupstað og endaði á miðri Sandvíkurheiði á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar.Ég fór að heyra í kríum í fyrsta skiptið í ferðinni. Ekkert annað markvert gerðist í dag nema að ég bjó til nýjan málshátt

Þú borðar ekki afturábak (Það sem þú er búinn að borða ertu búinn að borða)

Annar málsháttur sem ég hef búið til handa golfurum

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt að slá (Skilst sjálfvirkt)

 

Á morgun fer ég framhjá Bakkafirði og 7 km í átt að Þórshöfn

Ég frétti að feiti maðurinn Steave á www. fatmanwalking.com er búnn að ljúka sinni göngu yfir þver Bandaríkin. Þetta er frábært afrek. Hann vó yfir 200 kg áður en hann fór frá heimili sínu í LA og gekk til New York. Hann var 13 mánuði að þessu enda eru þetta 3300 mílur eða um 6000 km leið yfir eyðimerkur og fjallgarða.


Fór yfir Hellisheiði Eystri og endaði við Vopnarfjarðarkaupstað - 2075 km eftir

Ég lenti í öllum veðrum á þessari leið. Ég lenti í frostrigningu sem er rigning sem frís strax og hún lendir. Svo var gola með þessu þannig að það hlóðst ís á bílinn og mig aðallega hárið. Ég læt nokkrar myndir af þessssu við tækifæri. Síðan lenti ég í snjókomu þegar ég kom niður af heiðinni og endaði í sól og 13 stiga hita í restina. Hellisheiðin var 14  km löng og 8 km löng brött brekka 12-14 gráðu halli. Ég varð  að nota tækni til þess að fara þetta. Hún fólst í styttri skrefum en vanalega og að fara rólega upp brekkuna 22 min í stað 12- 14 min. Sannig mjakaðist ég upp. Brekkur eru mjög hættulegar fyrir meiðsli. Ég lenti í slíkum meiðlum í fyrra og kem því með meiri þekkingu á þeim nú. Bæjarstjórnin á Vopnarfirði ætlar að styrkja gönguna og við Fúsi bílstjóri erum í góðu yfirlæti á hótel Tanga á Vopnarfirði og verðum þar næstu daga. Geng í gegnum Vopnafjarðarkaupstað og upp á heiðina á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar á morgun. Hún er töluvert lægri og þægilegri en Hellisheiðin

Gekk Hellisheiði Eystri í dag. Vegalengd eftir ca 2100 km

  Ég endaði gönguna uppá Hellisheiði eystri eftir 25 km labb. Hún er mjög löng og brött og tók töluvert í. En þetta hófst og gekk mjög vel. Við Fúsi sáum páfagauk í 20 km stoppinu við rætur Hellisheiðarinnar. Hann hefur líklega sloppið útúr búrinu sínu af bæjunum í kring. Veðrið var mjög gott gönguveður eða 5 – 8 stiga hiti og skýjað. Ég er búinn að labba núna 100 km.

internetmálin komin í lag 2125 km eftir

Jæja núna er ég kominn með internetaðgang aftur þannig að ég get bloggað núna dag frá degi. Eg hef haldið dagbók síðustu 2 daga og skrifa hana  á eftir þessum texta. Í dag gekk ég frá 14 km upp eftir vegi 94 og endaði 1 km frá Svartaskógi. Veðrið er eiginlega of gott því að hitinn er í 20 gráðum þegar mest er og það sem ég er vanur að ganga í síðustu mánuði er nær 5 stigum. Þess vegna er vandamál á þessari göngu vökvaskortur og saltskortur. Var kominn með flökurleika og sinadrátt eftir fyrstu 15. Eftir Leppin orkudrykk og brauð var ég orðin miklu betri og hélt ég áfram 10 min seinna. Kominn með blöðru á vinstri fót. Ég undirbjó hana með því að setja yfir hana second skin plástur. Mikið af gæs og hunangsflugum. Nátúran er að taka við sér. Á morgun enda ég undir Hellisheiði eystri sem er hæsta heiði sem eg fer yfir á næstunni. Reyni að sofa vel til þess að vera vel up lagður fyrir heiðina.

 

7 mai 2150 km eftir

 

Í upphafi dags var gott veður og sól en kólnaði um miðjan daginn en varð síðan betra siðdegis. Strandgangan kom mikið í fjölmiðlum Ég fattaði að það vantaði 14 km uppá leiðina miðað við það sem ég hafði áætlað. Ég endaði við lagarfljótsvirkjun og labbaði 25.5 km

 

6. mai 2175 km eftir

Ég fór 25 km í dag. Þetta var mjög góður dagur. Veðrið var gola og 17 gráðu hiti. Eirikur bæjarstjóri Egilstaða og stjórnir krabbameinsfélaganna á Egilstöðum og Austfjörðum gengu með mér fyrstu km. Hunangsflugurnar eru byrjaðar að leita ser að bústað og eru áberandi. Fólk heilsar mér á göngunni og labbar mér. Steinn Steinsson sem ég hef ekki séð í 20 ár birtist allt í einu og labbaði með mér.


Einn dagur eftir

Núna byrjar gangan í fyrramálið á Essostöðinni á Egilstöðum kl 0900. Fúsi kominn til Akureyrar og leggur afstað til Egilstaða í eftirmiðdaginn. Ég fer með flugi til Egilstaða í hvöld kl 0700. Fúsi laggði af stað með 240 flöskur af orkudrykk. Hann skilur eftir 140 á Akureyri og fer með 100 stykki til Egilstaða. Viðtöl við fjölmiðla gengu vel í gær og sá dagur var mjög erfiður í alla staði og miklir snúningar bæði á mér og fúsa Greyinu. En allt gekk upp á þann hátt sem við ætluðum og það var fyrir öllu. www.memo.is eiga miklar þakkir skilið fyrir að merkja fyrir okkur 2 bíla. Pólóinn sem eyðilaggðist og bílinn  hans fúsa sem við urðum að fara á í ferðina.


Talaði við Reyni Pétur í gær

Ég og Einar Magnús upplýsingarfulltrúi strandvegagöngunnar fórum til Reynis Péturs göngugarps í Sólheima og konu hans. Við spjölluðum um heima og geyma og áttum mjög skemmtilegt hvöld saman. Hann hafði mjög gaman að þessu og tókum við myndir af okkur saman

Fúsi aðstoðarmaður er kominn með bílinn sinn frá Akureyri og hann er í merkingu hjá www.memo.is í þessum skrifuðu orðum. Hann nær í hann kl 17 í dag og fúsi miun leggja af stað til Akureyrar í hvöld og fer síðan frá Akureyri til Egilstaða á morgun. Þar hittumst við annað hvöld hjá Böðvari

Mæti í kastljósi og sjónvarpsfréttum í hvöld.


Ferðabíllinn ónýtur

Ég lentí í því eftir að hafa merkt WV Poloinn minn strandvegagöngunni og krabbameinsfélaginu að gírkassinn varð ónýtur. Hann kostar 400.000 kr . Þetta þýðir að ég get ekki notað hann í ferðina .  Ég reddaði þessu veseni með því að ég sendi fúsa bílstjóra til Akureyrar með flugi til þess að ná í gamla  bílinn hans og hann fer í merkingu á morgun. Fúsi fer svo á honum til Egilstaða á föstudag.  Ég mæti í kastljós á RUV annað hvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband