Hvild i dag vegna veðurs

Bíllinn komst ekki ut af stæðinu i morgun vegna snjó. Vid erum i góðu yfirlæti a hótel húsavík og bíðum af okkur veðrið. Það spáir betra a morgun um hadegið þannig að við byrjum daginn a morgun seint.

Endaði 15 km frá Húsavík 1805 km eftir

Endaði 15 km frá Húsavík. Það var leiðinda veður og yfir 20 m/s síðustu kílómetrana. Tók 20 km vegna veðurs. Fer í gegnum Húsavík á morgun og enda  10 km frá Húsavík í Suður. Ég uppgötvaði að það vantaði 20 km uppá gönguna þannig að ég enda á Akureyri einum degi síðar eða á mánudaginn 29. mai. Leiðin er þá orðin 2234 km.

Endaði við Lónsá við Tjörnes 1825 km eftir

Þetta var tíðindalítill dagur. Veður var vont og nánast stanslaus él og mikill vindur. Á morgun er spáð verra veðri í eftirmiðdaginn. við tökum daginn snemma og ég reyni að klára gönguna áður en versta veðrið skellur á.  Enda 15 km frá Húsavík ef allt fer að óskum


Endaði við Ásbyrgi 1850 km eftir

Þetta var köld ganga á köflum. Það gekk á með éljum en sólskin á milli. Endaði við afleggjarann  við Ásbirgi. Á morgun klára ég Kelduhverfi og byrja á Tjörnesi.

Endaði 10 km S af Kópaskeri 1875 km eftir

Enn einn éljadagurinn og hiti við 0 gráður. Íbúar Kópaskers hættu sér ekki útúr húsi til þess að ganga með mér. Ég skaust ásamt Fúsa bílstjóra í kaffi til þeirra á bensínstöðina eftir gönguna. Það var góður endir á annars erfiðum göngudegi. Á morgun enda ég nálægt Ásbyrgi og skipti um svefnstað og gisti á Húsavík aðra nótt.

 


Endaði við Leirhöfn 1900 km eftir

Þetta var kaldur dagur og gekk á með éljum og hvasst á köflum. Á morgun klára ég Melrakkasléttuna. Við Fúsi höfum undanfarnar nætur sofið í Ytra Álandi í Þistilfirði. Þar er mjög gott að vera. Ég set meira um Ytra Áland næstu daga.

Gekk framhjá Raufarhöfn og 2 km framhjá Hraunhafnartanga -1925 km eftir

Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Nemendurnir í grunnskólanum á Raufarhöfn ásamt kennurum og skólastjóra tóku á móti mér við bæjarmörk Raufarhafnar og löbbuðu með mér í gegnum bæinn. Þau voru mjög spennt yfir þessu og spurðu margra spurninga. Nokkur voru áhyggjufull yfir hvort að ég nærðist ekki á leiðinni og gáfu mér af nestinu sínu banana og gulrætur. Ég tók þessu með þökkum og þetta kom sér vel yfir daginn. Kortið sem er fyrir daginn í gær er ekki alveg rétt. Ég er kominn lengra en það sem það sýnir. Ég er kominn núna framhjá nyrsta odda Íslands Hraunhafnartanga og kominn á leið suður aftur. Kuldinn var enn mikill og golan köld. Fúsi aðstoðarmaður hætti sér útúr bílnum við Hraunhafnartanga og varð næstum úti við þá raun. Á morgun mun ég enda við Leirhöfn. Ég er búinn að reikna það út að ég verði á Akureyri seinnipartinn 28. mai. Daginn eftir kosningar.

Kláraði Fjallgarð 1950 km eftir

kort4_svalbar.gif
Ég gekk yfir Fjallgarð í dag sem er á milli Þórshafnar og Raufarhafnar. Töluvert af brekkum. Það var kalt í dag og köld gola. En það sem drepur mann ekki herðir mann. Við fórum í sundlaugina á Þórshöfn á eftir. Á morgun fer ég framhjá Raufarhöfn og enda við Hraunhafnartanga sem er Nyrsti tangi á Íslandi. Eftir það fer ég suður til Akureyrar og Húsavíkur

Fór frá Þórshöfn og að Svalbarð 1975 km eftir

ég var í fínu formi efir hvíldardaginn í gær og leifði mér að spretta úr spori fyrstu 10 km sem kom niður á síðustu 15. Maður lærir seint. Þetta var annars frekar tíðindarlítill dagur. Veðrið var 0-3 stiga hiti og stundum smá snjómugga. Á morgun fer ég frá Svalbarði og yfir Fjallgarð.


Þakkir til allra stuðningsmanna og kvenna

Ég þakka öllum kærlega fyrir falleg orð í minn garð og hvet fólk til þess að halda áfram að peppa mig upp því að ég eflist við það andlega og líkamlega á göngunni

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband