Íþróttir | 5.6.2006 | 20:32 (breytt kl. 20:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íþróttir | 2.6.2006 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsótti veðurfræðingana á Dalbæ í Dalvík. Vistmenn og veðurklúbburinn tók okkur vel. Spána lýst mér ekkert á en þetta var góður félagsskapur. Ég gekk í gegnum Ólafsfjarðargöngin því að gamli múlin var ófær. Ef ég færi hann þá þyrfti ég að læra ísklifur. Að labba í göngum er skrítin tilfinning og ég vil helst ekki gera mikið af því í þessari göngu.
Íþróttir | 2.6.2006 | 08:28 (breytt kl. 08:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ágætis gönguveður var í dag. Smá rignoing með köflum sem þornaði strax á milli. Ég fór nokkra vegkróka nær ströndinni til þess að lengja hringinn. Þarna kom í ljós að kortabókin var ekki nákvæm því að hún sýndi veg sem var ekki til þegar til kom. Ég stefni á að ganga Ólafsfjarðarmúlann á morgun. ég byrja á honum eftir 17 km. hann er 5 km og fullur af snjó. Talið er að hann sé hruninn á köflum. ´Ég ætla að ganga hann þangað til að ég þarf að stoppa. Ef ég þarf að stoppa þá sný ég við og fer göngin í staðinn. Ég skal komast þetta.
Íþróttir | 31.5.2006 | 22:19 (breytt kl. 22:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Íþróttir | 30.5.2006 | 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 29.5.2006 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.5.2006 | 07:11 (breytt kl. 07:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært veður. Gekk 20 km og stoppaði vegna blöðru sem ég fékk undir ilina. Gerði að henni og fór í heitu pottana á eftir. Gisti á Akureyri næstu nætur og frí á morgun. Geng til Akureyrar á mánudaginn. Til að gera það þá tek ég 30 km á sunnudag og 27 km á mánudag. Er að stefna að því að bæta persónulegt met í að labba á einum degi 35 km á sunnudag. Ég undirbý mig vel á morgun til þess að klára það á sunnudaginn.
Bloggar | 26.5.2006 | 19:50 (breytt 27.5.2006 kl. 17:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sá það í gær að ég hafði slegið nýtt Íslandsmet í gær. Núverandi lengsta vegalengd sem gengin hafði verið eftir þjóðvegum á Íslandi á Reynir Pétur og var 1417 km. Ég náð i því marki í gær ef ég tel með þá vegalengd sem ég gekk í fyrra sem var 1000 km. Þannig að í dag hef ég gengið 1445 km sem er núgildandi Íslandsmet og mun stækka eftir því sem líður á gönguna.
Lengsta vegalengd sem hefur verið gengin í einni lotu (sumri) á Reynir Pétur og er það 1417 km. Ég mun bæta það met uppí 2300 km í sumar. Ég næ því marki á móts við Ísafjarðarkaupstað í júlí ef allt gengur að óskum.
Ég gekk með Jóhanni Guðna Reynissyni sveitastjóra um Aðaldal í dag og færði hann mér og bílstjóra mjög góðar pönnukökur sem kona hans bakaði. Á hún miklar þakkir skilið.
Þetta var mjög skemmtilegur göngudagur og veðrið hefur ekki verið betra síðan í Vopnafirði. Enn er allt í vetrarham og sendi ég inn myndir því til staðfestingar. Slæmt ástand á dýra og plönturíkinu eftir norðanbálið undanfarið. Mikið af dauðum fuglum sem liggja meðfram veginum.
Íþróttir | 25.5.2006 | 21:00 (breytt kl. 21:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hérna á N landi kyngir niður snjó og ekkert lát virðist á því. Ég hélt kyrru fyrir í gær og safnaði þreki fyrir komandi átök á meðan ég beið af mér veðrið. Í morgun þegar ég leit út þá var allt á kafi í snjó og allt virtist vonlaust með göngu. Um 0900 leit ég´út um gluggann aftur og sá að snjókoman var orðin blaut og að breytast í slyddu. Ég kallaði þá á Fúsa og við hófum tilraunir til þess að koma bílnum okkar út úr stæðinu og litlu göturnar út á aðalgöturnar. Það var þolinmæðisverk en tókst loks eftir illan leik. Síðan labbaði ég inn í Húsavík um 1415 og við sundlaugina tóku skólabörn og frambjóðendur á móti mér og gengu með mér út að bæjarmörkum. Ég hélt hins vegar áfram og endaði 10 km frá Húsavík. Veðrið var slydda en hægur vindur í bakið. Ég sá dauða fugla á leiðinni sem hafa líklega króknað í norðanbálinu. Við Fúsi horfðum líka á hrafna ráðast á máttfarinn smáfugl og drepa hann. Þetta hefur verið skógarþröstur líklega. Á morgun enda ég nokkrum km frá þjóðvegi 1.
Íþróttir | 24.5.2006 | 20:50 (breytt kl. 20:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Síður
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar