Bloggar | 21.6.2006 | 21:05 (breytt kl. 21:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gærdagurinn var súld en hæglætis gönguveður. Kláraði Vatnsnesið og for í gegnum Hvammstanga kl 11. Bærinn var ekki vaknaður og rólegt um að litast þennan morgun. Kláraði við gatnamótin að Hreggstaðarnesi.
Kláraði Hreggstaðarnes og endaði á þjóðvegi 1 rétt N af Staðarskála í frábæru gönguveðri. Fór í kaffi á Barð á Hreggstaðarnesi hjá Sigríði Klöru og pabba hennar og systur. Umferðin var mjög hröð og klikk. Ég hef gengið nokkur hundruð km á þjóðvegi 1 og aldrei lent í eins miklu af fólki sem er ekki með dómgreind í lagi eins og í dag. Það fóru til dæmis 2 bílar um 5 cm frá mér. Ég ákvað eftir það að ganga ekki við vegstikurnar eins og ég er vanur heldur úti í móa og þúfum fyrir utan veginn og ljúka síðustu 5 km eftir þjóðveginum þannig til þess að forðast slys.
Íþróttir | 18.6.2006 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íþróttir | 16.6.2006 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 15.6.2006 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við V Hópsvatn á Vatnsnesi er staður sem heitir Borgarvirki. Þetta er sérkenilegur staður að því leiti að þetta er líklega hlaðið virki til varnar í stríði. Líklega það eina sem hefur varðveist á íslandi. Ég labbaði þangað í gær. Ég kláraði Þjóðveg 1 og er laus við þann gamla félaga í bili og fór 9 km inn á Vatnsnes. Það eru margir em heilsuðu mér á þjóðvegi 1 og fólk virðist vera mjög meðvitað um hver er á ferðinni. KJÓ frá RB heilsaði mér þegar hann var á leið N. Alltaf gaman að sjá RB menn. Okkur Fúsa var boðið í sumarbústað við Hópsvatn til Björns og sátum við þar lengi og spjölluðum eftir gönguna.
ATH við verðum núna á 7 mismunandi gistingum næstu nætur alveg í Hrútafjörð. Ég ætla að labba þá daga og taka næstu hvíld þegar við erum komnir í fast húsaskjól næsta föstudag. Ég ætla að reina að reikna út leiðina nákvæmlega á þeim hvíldardegi.
Íþróttir | 15.6.2006 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 13.6.2006 | 22:14 (breytt kl. 23:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagurinn í gær var erfiður vegna rigningar og ekkert markvert gerðist þann dag. Í dag fór ég í gegnum Skagaströnd og fylgdi bæjarstjórinn mér ásamt krökkum úr vinnuskólanum í bænum. Það var gaman að sjá áhugann á gönguni hjá unga fólkinu. Ég endaði í Refasveit fyrir ofan Blönduós.
Íþróttir | 12.6.2006 | 21:06 (breytt 13.6.2006 kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær tók ég hvíld og ég og Fúsi bílstjóri fórum í heita pottinn á Reykjum. Þetta er mjög náttúrulegur pottur og öðruvísi upplifun.
Í dag labbaði ég frá Ketubjörgum og kláraði Skagafjörð og labbaði fyrir skagann og inn í Húnaflóa. Frábært gönguveður og þetta voru skemmtilegar slóðir. Ketubjörg stóðu uppúr í fegurð og rýsa þau tignalega uppúr sjónum. Við fórum í kaffi á 2 bæjum á Mallandi og Hrauni. Skemmtilegt var að tala við f´lk sem býr á þessum slóðum. Það sem einkennir þessar slóðir er að ár heita ekki neitt. Það eru ekki nafnaskilti á brúm eins og annars staðar. Ennfremur er töluverð byggð á þessu svæði en mjög fá hús eru skráð inn á kort!! Hvernig fær slíkt fólk póstinn sinn?
Ég fór í gegnum leiðina í gær og gerði leiðréttingu á framvindu göngunnar. Hún hefur lengst. Ég ætla að reikna út nákvæma tölu næstu daga
Bloggar | 10.6.2006 | 20:47 (breytt 11.6.2006 kl. 23:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært gönguveður skýjað með köflum. Þetta eru mjög fáfarnar slóðir og það voru ekki margir bílar sem fóru framhjá mér á leiðinni. Flestir af þeim bílum sem komu var með fólki sem var forvitið eða vildi hjálpa til við söfnunina. Kona frá Hvalsnesi gaf 1000 kr í söfnunina. Annar maður keyrði upp að mér og rétti mér súkkulaði. Svo komu fjölmiðlamenn frá fréttablaðinu Feyki á Ströndum og tóku myndir og viðtal. Þessar slóðir eru fallegar í svona veðri eins og var í dag og mæli ég með að ferðafólk skoði þessar slóðir. Þarna er stuðlaberg og bergmyndanir sem eru mjög sérkennilegar og ég hef ekki séð áður á íslandi og gerir staðinn dularfullan. Þetta svæði hefur dularkraft í sólskinsbjörtu veðri hvað þá í þoku ............ Þarna var steinn sem leit út eins og andlit af manni. Ég komst að því að mér hefur seinkað um 3 daga. Líklega er þetta vegna þess að ég er að ganga hliðarvegi sem ég tók ekki með í upphaflegu áætluninni. Ég tek hvíld á morgun og fer á bókasafnið á Stykkishólmi til þess að endurreikna leiðina aftur og set ég það inn á síðuna á morgun. Lokadagsetningin breytist ekki vegna þess að ég gerði ráð fyrir að eitthvað svona gæti komið fyrir og hafði 6 daga aukalega sem fara svo í þetta. Ef þeir þurrkast upp þá get ég tekið 30 km daga til þess að laga skekkjuna.
Íþróttir | 8.6.2006 | 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagurinn í gær var fínn göngudagur. Við byrjuðum frekar seint vegna þess hve langt ég er kominn Akureyri eða 130 km. Við gistum á Sauðárkróki næstu nætur á meðan ég er að ganga ströndina á milli Sauðárkróks og Blöndós. ég hitti Bjarna Bersason úr líffræðinni sem var á leið á Hóla. Í eftirmiðdaginn fór að hvessa og var orðið mjög hvasst í lokin
Í dag var rigning. ég gekk í gegnum Sauðárkrók og þar tóku á móti mér börn úr leikskólum bæjarins. Þetta var mikil hersing. Ég hitti Karl Gunnars frá Hafró í hvöld. Ég kláraði gönguskörð sem er smá heiði.
Íþróttir | 7.6.2006 | 20:41 (breytt kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Síður
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar