Kláraði á milli Bitrufjarðar og Kollafjarðar á Ströndum 1155 km eftir

Ég hef ekki bloggað neitt síðustu daga vegna þess að það hefur ekki gefist tími til þess. Við erum í gistingu fyrir hvern 25 km dag þannig að þetta verða margar gistingar. Nú er því tímabili lokið þannig að við verðum í hverri gistingu lengur. Veðrið þessa daga var sæmilegt. Ég gekk framhjá Staðarskála og Brú og byrjaði að ganga upp vestfjarðarkjálkan í fyrradag. Ég verð á Hólmavík eftirmiðdaginn á föstudag.

Endaði 7 km fyrir N Staðarskála 1230 km eftir

Gærdagurinn var súld en hæglætis gönguveður. Kláraði Vatnsnesið og for í gegnum Hvammstanga kl 11. Bærinn var ekki vaknaður og rólegt um að litast þennan morgun. Kláraði við gatnamótin að Hreggstaðarnesi.

Kláraði Hreggstaðarnes og endaði á þjóðvegi 1 rétt N af Staðarskála í frábæru gönguveðri. Fór í kaffi á Barð á Hreggstaðarnesi hjá Sigríði Klöru og pabba hennar og systur. Umferðin var mjög hröð og klikk. Ég hef gengið nokkur hundruð km á þjóðvegi 1 og aldrei lent í eins miklu af fólki sem er ekki með dómgreind í lagi eins og í dag. Það fóru til dæmis 2 bílar um 5 cm frá mér. Ég ákvað eftir það að ganga ekki við vegstikurnar eins og ég er vanur heldur úti í móa og þúfum fyrir utan veginn og ljúka síðustu 5 km eftir þjóðveginum þannig til þess að forðast slys.


Endaði við bæjinn Sauðá á Vatnsnesi 1280 km eftir

Töluverður mótvindur og rigning á köflum. Stífur dagur. Fer í gegnum Hvammstnga á morgun kl 1100

Endaði við Krossnes 1305 km eftir

Þetta var mjög skrýtinn dagur. Við byrjuðum á því að festa bílinn í vegkantinum og bjargaði Björn jeppamaður okkur. Hann dró Yarisinn upp á veginn aftur. Hann fær miklar þakkir frá okkur fyrir þetta. Það ringdi allt í kringum mig en ekki á mig. Við gistum í Hrísakoti í nótt og á Hvammstanga annað hvöld.

Endaði við V Hópsvatn 1330 km eftir

Við V Hópsvatn á Vatnsnesi er staður sem heitir Borgarvirki. Þetta er sérkenilegur staður að því leiti að þetta er líklega hlaðið virki til varnar í stríði. Líklega það eina sem hefur varðveist á íslandi. Ég labbaði þangað í gær. Ég kláraði Þjóðveg 1 og er laus við þann gamla félaga í bili og fór 9 km inn á Vatnsnes. Það eru margir em heilsuðu mér á þjóðvegi 1 og fólk virðist vera mjög meðvitað um hver er á ferðinni. KJÓ frá RB heilsaði mér þegar hann var á leið N. Alltaf gaman að sjá RB menn. Okkur Fúsa var boðið í sumarbústað við Hópsvatn til Björns og sátum við þar lengi og spjölluðum eftir gönguna.

ATH við verðum núna á 7 mismunandi gistingum næstu nætur alveg í Hrútafjörð. Ég ætla að labba þá daga og taka næstu hvíld þegar við erum komnir í fast húsaskjól næsta föstudag. Ég ætla að reina að reikna út leiðina nákvæmlega á þeim hvíldardegi.


Endaði við Vatnsdalshóla 1355 km eftir

kort7_28852.gif
Kalt var í dag en ágætis veður samt. Fór í gegnum Blönduós og tók á móti mér konur úr krabbameinsfélaginu á Húnavatnssýslu og Jóna Bæjarstjóri og krakkar úr barnaskólanum í bænum og fylgdu mér í gegnum bæinn. Síðan borðuðum við saman um hvöldið. Þetta var skemmtilegur dagur. Ég hafði tíma til þess að skoða vatnsdalshóla vel. Talið er að þeir séu leyfar af skriðu sem rann niður Vatnsdalsfjall. Mér finnst þetta ekki passa því að fjallið er svo lagt og hólarnir það útbreyddir. Þetta hefur líklega gerst í einhverjum aðstæðum sem eru ekki fyrir hendi í dag. Við hittum hjólreiðakappa úr lögreglunni í keflavík sem eru að hjóla þjóðveg 1 og eru að hjóla 150-200 km á dag!!!!! Jahérna. ég tek ofan fyrir þeim.

Endaði við Blönduós 1380 km eftir

Dagurinn í gær var erfiður vegna rigningar og ekkert markvert gerðist þann dag. Í dag fór ég í gegnum  Skagaströnd og fylgdi bæjarstjórinn mér ásamt krökkum úr vinnuskólanum í bænum. Það var gaman að sjá áhugann á gönguni hjá unga fólkinu. Ég endaði í Refasveit fyrir ofan Blönduós.  


Kominn í Húnaflóann 1430 km eftir

Húnaflói kort

Í gær tók ég hvíld og ég og Fúsi bílstjóri fórum í heita pottinn á Reykjum. Þetta er mjög náttúrulegur pottur og öðruvísi upplifun.

Í dag labbaði ég frá Ketubjörgum og kláraði Skagafjörð og labbaði fyrir skagann og inn í Húnaflóa. Frábært gönguveður og þetta voru skemmtilegar slóðir. Ketubjörg stóðu uppúr í fegurð og rýsa þau tignalega uppúr sjónum. Við fórum í kaffi á 2 bæjum á Mallandi og Hrauni. Skemmtilegt var að tala við f´lk sem býr á þessum slóðum. Það sem einkennir þessar slóðir er að ár heita ekki neitt. Það eru ekki nafnaskilti á brúm eins og annars staðar. Ennfremur er töluverð byggð á þessu svæði en mjög fá hús eru skráð inn á kort!! Hvernig fær slíkt fólk póstinn sinn?

Ég fór í gegnum leiðina í gær og gerði leiðréttingu á framvindu göngunnar. Hún hefur lengst. Ég ætla að reikna út nákvæma tölu næstu daga


Endaði við Ketu á Ströndum 1455 km eftir

Frábært gönguveður skýjað með köflum. Þetta eru mjög fáfarnar slóðir og það voru ekki margir bílar sem fóru framhjá mér á leiðinni. Flestir af þeim bílum sem komu var með fólki sem var forvitið eða vildi hjálpa til við söfnunina. Kona frá Hvalsnesi gaf 1000 kr í söfnunina. Annar maður keyrði upp að mér og rétti mér súkkulaði. Svo komu fjölmiðlamenn frá fréttablaðinu Feyki á Ströndum og tóku myndir og viðtal. Þessar slóðir eru fallegar í svona veðri eins og var í dag og mæli ég með að ferðafólk skoði þessar slóðir. Þarna er stuðlaberg og bergmyndanir sem eru mjög sérkennilegar og ég hef ekki séð áður á íslandi og gerir staðinn dularfullan. Þetta svæði hefur dularkraft í sólskinsbjörtu veðri hvað þá í þoku ............ Þarna var steinn sem leit út eins og andlit af manni. Ég komst að því að mér hefur seinkað um 3 daga. Líklega er þetta vegna þess að ég er að ganga hliðarvegi sem ég tók ekki með í upphaflegu áætluninni. Ég tek hvíld á morgun og fer á bókasafnið á Stykkishólmi til þess að endurreikna leiðina aftur og set ég það inn á síðuna á morgun. Lokadagsetningin breytist ekki vegna þess að ég gerði ráð fyrir að eitthvað svona gæti komið fyrir og hafði 6 daga aukalega sem fara svo í þetta. Ef þeir þurrkast upp þá get ég tekið 30 km daga til þess að laga skekkjuna.


Fór frá Hofsósi Í Laxárdal í Skagafirði 1480 km eftir

Dagurinn í gær var fínn göngudagur. Við byrjuðum frekar seint vegna þess hve langt ég er kominn Akureyri eða 130 km. Við gistum á Sauðárkróki  næstu nætur á meðan ég er að ganga ströndina á milli Sauðárkróks og Blöndós. ég hitti Bjarna Bersason úr líffræðinni sem var á leið á Hóla. Í eftirmiðdaginn fór að hvessa og var orðið mjög hvasst í lokin

 Í dag var rigning. ég gekk í gegnum Sauðárkrók og þar tóku á móti mér börn úr leikskólum bæjarins. Þetta var mikil hersing. Ég hitti Karl Gunnars frá Hafró í hvöld. Ég kláraði gönguskörð sem er smá heiði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband