Síðustu 3 dagar eru búnir að vera á þessa leið:
Laugardagurinn. Hvíld á Ísafirði. Fór í sundlaugina á Suðureyri við Súgandafjörð og lá þar í rúma 4 tíma í góðum félagsskap. Ágætis dagur.
Sunnudagur.´Fór niður Hrafnseyrarheiði og endaði við rætur Dynjandisheiðar í frábæru veðri. Bætti persónulegt met í 5 km göngu þegar ég gekk 5 km á 50 min og 14 sek. ánægður með það. fór 30 km þennan dag.
Mánudagur. Fór upp Dynjandisheiði og langleiðina niður hinumegin. Þetta er heiði sem leynir á sér. Sjálf brekkan er rúmir 15 km þótt að hún sé ekki brött þá tekur hún vel í. Fór 25 km þann dag vegna þess að ég var orðinn þreittur vegna heiðarinnar. Labba til Bíldudals á morgun
Íþróttir | 10.7.2006 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært veður í dag og allt heppnaðist vel með fjölmiðla og labb. Gekk í gegnum Þingeyri í fylgd félaga úr íþróttafélaginu á staðnum. Brekkan á Hrafnseyrarheiði var töluverð en ég er vanur erfiðari brekkum. Hitti kraftakalla úr Vestfjarðarvíkingnum á Ísafirði þar sem ég gisti og ætla að horfa á þá keppa á morgun. Hvíldardagur á morgun eftir 177 km á síðustu 6 dögum.
Íþróttir | 7.7.2006 | 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór vestfjarðargöngin í stað þess að fara Breiðdals og Botnsheiði vegna þoku á heiðinni og veg na þess að henni er ekki haldið við og er full af snjó. 1395 km komnir. Slæ íslandsmet Reynis Péturs á morgun kl 1600
Íþróttir | 6.7.2006 | 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Séð frá Steoingrímsfjarðarheiði
Ísafjörður
Mjóifjörður
Skötufjörður
Hestfjörður
Seyðisfjörður
Álftafjörður
Skutulsfjörður
Íþróttir | 5.7.2006 | 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég kláraði Ísafjarðardjúp í dag og fór framhjá Súðavík og ísafjarðarkaupstað í Skutulsfirði. Endaði gönguna 2 km upp í brekkunni á gömlu breiðdalsheiðinni sem ég fer á morgun.
Íþróttir | 5.7.2006 | 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 3.7.2006 | 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 1.7.2006 | 13:02 (breytt kl. 13:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 25.6.2006 | 21:05 (breytt kl. 21:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var frábær göngudagur í gær enda var veðrið eins og best var á kosið sól og ekki of heitt 10-12 gráður. Endaði við Hólmavíkurafleggjarann eftir mjög skemmtilegan göngudag
Í dag var hvíldardagur og fórum við Fúsi Norðurstrandirnar og lifðum alveg ógleimanlegan dag. Veðrið var hiti og sól og meðal dýra sem við sáum var selur sem var að spóka sig og fálki. Skoðuðum yfirgefnu verksmiðjuna í Djúpuvík og skoðuðum kaupstaðina Gjögur og Norðurfjörð. Þarna hefur tíminn staðið í stað í áratugi enda sjálfsagt erfið lífsbarátta þarna. Fjöllin voru hrikaleg og falleg og ströndin var mjög falleg. Skyggni í sjónum var óvenjulega gott miðað við íslenskar aðstæður. Það væri gaman að taka köfunargræjunar með næst í ferð á Norður Strandir. Við enduðum daginn með því að fara í sund í Krossanesi við enda vegarins á Norður Ströndum. Hún er sérstök fyrir það að hún er niður í fjöru.
Íþróttir | 24.6.2006 | 19:34 (breytt kl. 19:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 22.6.2006 | 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Síður
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar