Kominn yfir Dynjandisheiði

Síðustu 3 dagar eru búnir að vera á þessa leið:

Laugardagurinn. Hvíld á Ísafirði. Fór í sundlaugina á Suðureyri við Súgandafjörð og lá þar í rúma 4 tíma í góðum félagsskap. Ágætis dagur.

Sunnudagur.´Fór niður Hrafnseyrarheiði og endaði við rætur Dynjandisheiðar í frábæru veðri. Bætti persónulegt met í 5 km göngu þegar ég gekk 5 km á 50 min og 14 sek. ánægður með það. fór 30 km þennan dag.

Mánudagur. Fór upp Dynjandisheiði og langleiðina niður hinumegin. Þetta er heiði sem leynir á sér. Sjálf brekkan er rúmir 15 km þótt að hún sé ekki brött þá tekur hún vel í. Fór 25 km þann dag vegna þess að ég var orðinn þreittur vegna heiðarinnar. Labba til Bíldudals á morgun


Sló nýtt Íslandsmet og endaði upp á Hrafnseyrarheiði

Frábært veður í dag og allt heppnaðist vel með fjölmiðla og labb. Gekk í gegnum Þingeyri í fylgd félaga úr íþróttafélaginu á staðnum. Brekkan á Hrafnseyrarheiði var töluverð en ég er vanur erfiðari brekkum. Hitti kraftakalla úr Vestfjarðarvíkingnum á Ísafirði þar sem ég gisti og ætla að horfa á þá keppa á morgun. Hvíldardagur á morgun eftir 177 km á síðustu 6 dögum.


Kláraði Önundarfjörð og Gemlufallsheiði og endaði í Dýrafirði

Ég fór vestfjarðargöngin í stað þess að fara Breiðdals og Botnsheiði vegna þoku á heiðinni og veg na þess að henni er ekki haldið við og er full af snjó. 1395 km komnir. Slæ íslandsmet Reynis Péturs á morgun kl 1600


Firðir í Ísafjarðardjúpi

Séð frá Steoingrímsfjarðarheiði

Ísafjörður

Mjóifjörður

Skötufjörður

Hestfjörður

Seyðisfjörður

Álftafjörður

Skutulsfjörður


Búinn að ganga Ísafjarðardjúp

Ég kláraði Ísafjarðardjúp í dag og fór framhjá Súðavík og ísafjarðarkaupstað í Skutulsfirði. Endaði gönguna 2 km upp í brekkunni á gömlu breiðdalsheiðinni sem ég fer á morgun.


Kominn í botn Hestfjarðar

Síðustu 2 dagar eru búnir að vera góðir göngudagar og hef ég tekið 30 km hvorn daginn eða 60 km. Búinn með 1305 km í sumar. Ég slæ Íslandsmetið hans Reynis Péturs á föstudag á Þingeyri. Fer í gegnum Ísafjarðarkaupstað á fimmtudag og Súðavík á miðvikudag.

Endaði við bæinn Ögur

Þessi vika er búin að vera ágæt göngulega séð. 27 km á mánudag og endaði uppi á Steingrímsfjarðarheiði. Tók 26 km daginn eftir á þriðjudaginn og endaði í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Á miðvikudaginn fór ég fyrir botn ísafjarðar og út á Reykjanes og endaði við afleggjarann á ferðaþjónustunni á Reykjanesi eftir 30 km labb í frábæru veðri. Ég fór fyrir Reykjanes og kláraði Ísafjörð og gekk í gegnum Reykjafjörð og Vatnsfjörð og langa leið inn í Mjóafjörð alls 30 km. Það helliringdi þennan dag og var rigningin eins og að vera í sturtu og varaði mjög lengi eða í rúman klukkutíma. Ég hef aldrei upplifað svona hellirigningu í svona langan tíma í einu. Svo hitti ég Jón hjá RB sem var í Ísafjarðardjúpi með föður sínum. Yfirleitt eru þetta skúrir sem standa yfir í 1-2 minútur en ekki 1-2 klst. Á föstudag kláraði ég Mjóafjörð 25 km og endaði við bæinn Ögur.

Hvíld í dag á Hólmavík

Ég tók mér hvíld í dag á Hólmavík þ.e.a.s Kirkjubóli þar sem við gistum. Eftir að hafa farið í sund í morgun þá lögðum við undir okkur Essostöniðna í bænum og breyttum í skrifstofu. Ég notaði daginn á Essostöðinni til þess að reikna út vegalengdina sem ég fer á þessu ári og bætti henni við undir liðnum fastar síður hér á þessari síðu. Vegalengdin er rúmlega 2400 km. Ég breyti um gír restina af göngunni og fer í 30 km á dag.  Formið er orðið það gott að ég get það. Ég mun gista á bænum Heydal í Mjóafirði næstu daga og þar er líklega ekkert GSM samband þannig að líklega verður lítið um blogg næstu daga. Ég ætla að koma með myndir strax og ég kemst í háhraðatengingu sem verður líklega á Ísafjarðarkaupstað í byrjun þarnæstu viku.

Endaði á Hólmavík 1105 km eftir

Þetta var frábær göngudagur í gær  enda var veðrið eins og best var á kosið sól og ekki of heitt 10-12 gráður. Endaði við Hólmavíkurafleggjarann eftir mjög skemmtilegan göngudag

Í dag var hvíldardagur og fórum við Fúsi Norðurstrandirnar og lifðum alveg ógleimanlegan dag. Veðrið var hiti og sól og meðal dýra sem við sáum var selur sem var að spóka sig og fálki. Skoðuðum yfirgefnu verksmiðjuna í Djúpuvík og skoðuðum kaupstaðina Gjögur og Norðurfjörð. Þarna hefur tíminn staðið í stað í áratugi enda sjálfsagt erfið lífsbarátta þarna. Fjöllin voru hrikaleg og falleg og ströndin var mjög falleg. Skyggni í sjónum var óvenjulega gott miðað við íslenskar aðstæður. Það væri gaman að taka köfunargræjunar með næst í ferð á Norður Strandir. Við enduðum daginn með því að fara í sund í Krossanesi við enda vegarins á Norður Ströndum. Hún er sérstök fyrir það að hún er niður í fjöru.


Endaði við utanverðan Kollafjörð á Ströndum 1130 km eftir

Þetta var mjög góður göngudagur. Veðrið var stíf N átt í fyrstu en lægði síðan þegar ég gekk inn Kollafjörðinn. Ég gekk Ennishöfða sem er hæsta brekkan hér á ströndum að Hólmavík. Hún var góð upphitun fyrir það sem koma skal.  Við fórum í kaffi á sveitarbæ í botni Kollafjarðar. Ég labba inn að Esso stöðinni á Hólmavík kl 5 á morgun.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband