Ég byrjaði í Álftafirði og gekk Helgafellssveitina og endaði í botni Kolgrafarfjarðar á Snæfellsnesi alls 40 km í frábæru veðri. Heildarvegalengd 1960 km. Ég og Fúsi aðstoðarmaður gistum nú í góðu yfirlæti á Hótel Stykkishólmi
Íþróttir | 30.7.2006 | 19:50 (breytt kl. 19:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 29.7.2006 | 20:54 (breytt kl. 20:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gekk 17 km eftir Skógarströnd og í gegnum Búðardal í dag. Veðrið var sæmilegt. Tempóið var mjög gott eða rétt rúmlega klst með 5 km í öllum 5 km á 30 km degi. Ánægður með það. Fer framhjá gatnamótunum að Stykkishólmi á sunnudag og í gegnum Grundarfjörð á mánudag fyrir þá sem hafa áhuga á að labba með mér. Ég geng í gegnum 2000 km múrinn á næsta þriðjudag. Búinn með 1885 km í sumar.
Íþróttir | 27.7.2006 | 21:29 (breytt kl. 21:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 26.7.2006 | 22:05 (breytt kl. 22:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagurinn var hvíldardagur og notuðum við Fúsi tækifærið og fórum kaupstaðarferð til Stykkishólms sem er kaupstaður okkar núna þessa dagana og verður næsta hálfan mánuð eða svo. Í dag kláraði ég Gilsfjörð og endaði 5 km eftir Skarðströnd í frábæru veðri. Ég var á fáförnum slóðum þannig að ég hitti ekki mikið af fólki en hitti Ingibjörgu Hafstað aftur í Búðardal þegar ég var á heimleið að sleikja sólina. Allstaðar rekst maður á RB fólk. Gaman að því. Tók 30 km frá 1030 til 1800 með hvíldum sem gerði rétt rúma 6 tíma sem er persónulegt met. 40 km dagur ætti að vera á næsta leiti.
Íþróttir | 23.7.2006 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íþróttir | 21.7.2006 | 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 17.7.2006 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gekk frá rótum Kleyfaheiðar og að Flókalundi alls 35 km og bætti þar með persónulegt met um 5 km. Best átti ég 30 km. Millitíminn á 5 km var 55 á fyrstu og 1 klst á næstu 3X5. Kláraði 35 km fyrir 1800. Veðrið var gott skýjað og súld á köflum. góður dagur. Búinn að ganga 1590 km í sumar
Íþróttir | 16.7.2006 | 20:34 (breytt kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kláraði Kleifaheiði og endaði á Barðaströnd í leiðinda veðri. Ég fékk mér pylsur með vinnuskólanum á Patreksfirði og þau löbbuðu með mér fyrstu kílómetrana
Tek hvíldardag í dag vegna veðurs
Íþróttir | 14.7.2006 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær var rigning og ég fór frá enda Dynjandisheiði og til Bíldudals. Í dag gekk ég í fylgd krakka úr vinnuskóla Bíldudals fyrsta spölinn og gáfu þau mér nesti fyrir ferðina. Síðan gengu á móti mér krakkar frá Tálknafirði þegar ég fór þar framhjá. Eg gekk 2 heiðar í dag. Hálfdán sem er 500 m há og miklidalur sem er 396 m há. Þannig að þetta var stífur dagur og með þeim stífari í sumar. Síðan fór ég í pottinn á Tálknafirði á eftir og sá fréttina um strandvegagönguna á NFS sem heppnaðist mjög vel.
Íþróttir | 12.7.2006 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar