Litið yfir farinn veg

Það sem ég lærði á göngu minni um strandvegi Íslands má skipta í nokkra þætti

-Ég lærði gríðarlega á líkamann og hvernig hann hegðar sér undir álagi. Ég ætla að setja inn grein um þetta efni á næstunni því að sú vitneskja er efni í sér grein

-Ég kynntist Íslandi mjög vel og þorpum og sveitum á landsbyggðinni og hugsunarhætti fólksins.

-Fyrst og fremst lærði ég hvernig á að taka verkefni að mér sem er mjög stórt í sniðum eins og þetta og klára það með öllu því sem því fylgir.

-Ég lærði á fjölmiðla sem eru alveg óútreiknanlegir og koma yfirleitt ekki þegar þeir eiga að koma en koma þegar þeir eiga ekki að koma..

Hvað geri ég næst

Fyrir utan að byrja að vinna aftur þá langar mér að klára leitina að Goðafoss. Hún er erfið vegna margra utanaðkomandi þátta sem ég ræð ekki yfir eins og menntun og þjálfun kafara á Íslandi til þess að taka svona verkefni að sér. Ef svo reynist að þetta er ekki fyrir hendi þá verð ég að bíða í nokkurn tíma (ár) þangað til að það er komið í lag á Íslandi

Hvað hægt er að gera í framtíðinni fyrir garpa

Nú er ég búinn að ganga lengsta hring sem hægt er að  ganga í kringum Ísland og bætti fyrrverandi Íslandsmet um 2029 km úr 1417 km sem Reynir Pétur Ingvarsson tók 1985 og í 3446 km sem ég tók 2006.  Það sem mig langar til þess að gera er að taka garpamet í sjósundi. Núverandi lengsta sund sem þreytt hefur verið er að synda frá Vestmannaeyjum til lands. Kristinn Magnússon félagi minn frá Sundfélagi Hafnarfjarðar gerði það fyrir nokkrum árum. Mig langar að bæta um betur og gera eitt af eftirfarandi:

-Synda í kringum Ísland alls 2300 km leið

-Synda Frá Reykjavík til Skotlands 1100-1300 km

Mér líst best á síðari kostinn bæði af því að hann er styttri og ekki eins háður sjávarfallastraumum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband