Gærdagurinn var súld en hæglætis gönguveður. Kláraði Vatnsnesið og for í gegnum Hvammstanga kl 11. Bærinn var ekki vaknaður og rólegt um að litast þennan morgun. Kláraði við gatnamótin að Hreggstaðarnesi.
Kláraði Hreggstaðarnes og endaði á þjóðvegi 1 rétt N af Staðarskála í frábæru gönguveðri. Fór í kaffi á Barð á Hreggstaðarnesi hjá Sigríði Klöru og pabba hennar og systur. Umferðin var mjög hröð og klikk. Ég hef gengið nokkur hundruð km á þjóðvegi 1 og aldrei lent í eins miklu af fólki sem er ekki með dómgreind í lagi eins og í dag. Það fóru til dæmis 2 bílar um 5 cm frá mér. Ég ákvað eftir það að ganga ekki við vegstikurnar eins og ég er vanur heldur úti í móa og þúfum fyrir utan veginn og ljúka síðustu 5 km eftir þjóðveginum þannig til þess að forðast slys.
Færsluflokkar
Síður
Okt. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón, það er gaman að lesa lýsingarnar þínar, þú ert fenómen, bara haltu þessu áfram og passaðu upp á líkamann og sálina. Kveðja, Ísbjörn í Noregi.
Björn Logi Isfoss (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 22:40
Já leiðinlegt að heyra hvað eru margir vitleysingar í umferðinni. Þú verður bara að siga Húnavatnssýslulöggunni á þá.
Siggi (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 08:27
Sæll Jón Eggert !!!
Þetta er allt að koma hjá þér Alveg dáumst við hérna á Rb að dugnaðinum í þér. Ég var beðinn að koma því á framfæri við þig hvort ekki sé von á fleiri myndum úr göngunni
Gnagi þér allt í haginn og vonandi færðu gott veður á Vestfjörðunum
Baráttukveðja
Gylfi RB
Gylfi Björgvinsson (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 14:12
Tillitsleysið í umferðinni er stundum fyrir neðan allar hellur! Gangi þér áfram vel og passaðu þig á bílunum!
Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.