Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Kvedja fra Noregi

Blessadur kallinn! thu ert svakalegur! Gaman ad sja hvad thu ert ad gera- thu slærd øll met. Kvedja fra Gunnar Oslo Noregi

Gunnar Gunnarsson (Óskráður), mið. 16. ágú. 2006

Kveðja frá Krafti

Sæll Jón. Okkur í Kafti langar til að óska þér innilega til hamingju með að vera að ganga síðustu kílómetrana. Það verður ótrúlegur áfangi fyrir þig að ganga að Ráðhúsinu á laugardaginn og við munum fylgjast spennt með. Við sendum þér okkar bestu kveðjur og þakkir fyrir fórnfúst framlag til stuðnings okkur sem greinst höfum með krabbamein. Gangi þér sem allra best! Kær kveðja, Steinunn Björk Ragnarsdóttir, formaður Krafts %u2013 stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Steinunn Björk Ragnarsdóttir (Óskráður), mið. 16. ágú. 2006

góður

gangi þér vel síðustu dagana barátu kveðja að norðan

olisig (Óskráður), þri. 15. ágú. 2006

Áfram strákur!!!

Skemmtilegt að fylgjast með þér og þessu mikla afreki þínu. Gangi þér vel síðasta kaflann. Ég er STOLT af þér. Kveðja Elín Mjöll

Elín Mjöll (Óskráður), þri. 15. ágú. 2006

Afrek

Það er gaman að fylgjast þessari einstöku seiglu hjá þér. Þeir eru sætir síðustu kílómetrarnir svo njóttu vel þú átt það sko sannarlega skilið:) Bestu kveðjur, Kjartan J Hauksson (ræðari)

Kjartan (Óskráður), sun. 13. ágú. 2006

Glæsileg ganga!

Til hamingju með gönguna og gangi þér vel síðasta spölinn til borgarinnar. Frábært framtak. Bestu kveðjur, Ósk Elísdóttir

Ósk Elísdóttir (Óskráður), fös. 11. ágú. 2006

Bestu kveðjur

Það var gaman að hitta þig og fræðast um gönguna. Við óskum þér ánægjulegrar ferðar áfram. Bestu kveðjur frá Birni, Elfu og Katrínu Blöndal.

Björn og Elfa (Óskráður), mið. 2. ágú. 2006

Baráttukveðjur

Sæll Jón, Gang þú á guðs vegum Kveðja, Jón

Jón Sveinsson (Óskráður), þri. 1. ágú. 2006

Kveðja frá Krabbameinsfélagi Íslands

Komdu blessaður Jón Eggert, þetta er einstakt afrek hjá þér og þú ert stöðugt að slá ýmis met, persónuleg og annarra. Það er gaman að fylgjast með því hvað þú hefur mikla ánægju af ferðinni en leiðin þín hefur líklega aldrei verið gengin svona áður. Við óskum þér áfram velfarnaðar og þökkum þetta ágæta frumkvæði. Með bestu kveðjum, gangi þér vel, Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Agnarsdóttir (Óskráður), þri. 25. júlí 2006

Þú ert sannarlega göngugarpur !

Gangi þér vel Jón Eggert.

Guðrún Ásta (Óskráður), lau. 22. júlí 2006

Kveðja frá Krabbameinsfélagi Snæfellsness

Gangi þér vel Jón. Nú stefnir í gott veður Kveðja Sigríður Herdís Pálsdóttir

Sigríður H. Pálsdóttir (Óskráður), mán. 17. júlí 2006

Kveðja frá Krabbameinsfélagi Snæfellsness

Gangi þér vel. Stefnir í gott veður næstu daga. Kveðja Sigríður Herdís Pálsdóttir

Sigríður H. Pálsdóttir (Óskráður), mán. 17. júlí 2006

Hæ Hó

Til hamingju með þennan frábæra árangur í sumar Jón og nýja persónulega metið þitt 35km það er nú aldeylis frábært hjá þér kveðja frá fjölskylduni Víðilundi Akureyri

Randí (Óskráður), mán. 17. júlí 2006

Hæ Hó

Til hamingju með þennan frábæra árangur í sumar Jón og nýja persónulega metið þitt 35km það er nú aldeylis frábært hjá þér kveðja frá fjölskylduni Víðilundi Akureyri

Randí Ólafsdóttir (Óskráður), sun. 16. júlí 2006

Til hamingju með Íslandsmetið!

Gangi þér vel með það sem eftir er! Kveðja, Anna Sigríður Hjaltadóttir

Anna Sigríður Hjaltadóttir (Óskráður), fös. 7. júlí 2006

Hvatningakveðjur frá Krabbameinsfélaginu

Blessaður Jón Eggert, sendi þér kveðju í gær en hún hefur ekki skilað sér. Endurtek því heillaóskir frá okkur hér i Skógarhlíð. Við dáumst að dugnaði þínum og úthaldi. Þetta er frábært afrek hjá þér og við fylgjumst með göngu þinni. Erum mjög þakklát fyrir þetta framtak þitt sem er persónulegur sigur fyrir þig en einnig mjög verðmætt framlag til að vekja athygli á málefnum Krabbameinsfélagsins sem unnin eru í þágu fólksins í landinu. Bestu óskir um fararheill, og vonum að veðrið og vegirnir leiki við þig. Hvatningakveðjur frá Krabbameinsfélaginu, Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Agnarsdóttir (Óskráður), fös. 7. júlí 2006

Heill þér dugnaðarforku!

Kærar kveðjur og þakkir fyrir dugnað og fórnfýsina frá "Góðum hálsum" - stuðningshópi karla sem fengið hafa blöðruhálskirtilskrabbamein.

Skúli Jón Sigurðarson (Óskráður), fim. 6. júlí 2006

Baráttukveðjur

Sælir, gaman að fylgjast með hversu vel þetta gengur! Ekki er verra hvað vestfirðirnir eru fallegir. Gústaf Gústafsson M&F - KÍ.

Gústaf Gústafsson (Óskráður), fim. 6. júlí 2006

Go Johnny go

Sæll Jón, Það er heldur betur rífandi gangur í þessu hjá þér þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi nú ekki verið þér sérstaklega hliðhollir. Baráttukveðjur, Jón Sveinsson

Jón Sveinsson (Óskráður), fös. 23. júní 2006

blesaður Jón

Blesaður Jón. þú ætir að fá fálkaorðuna fyrir þessa göngu. haltu ótrauður áfram. Hveðja Jóhann Berthelsen felagi í Flakaransónafelaginu

Jóhann berthelsen (Óskráður), mið. 14. júní 2006

Kærar kveðjur úr Skógarhlíð 8 - Krabbameinsfélagi Íslands

Blessaður Jón Eggert, nóg þykir okkur um veðrabrigðin hér fyrir sunnan þó að við þurfum ekki að vera stöðugt úti í þeim öllum. Það mæða á þér veðrin en þú heldur ótrauður áfram og eflist í hverju spori Okkur finnst þú mikil hetja og sendum þér hlýjar og góðar kveðjur frá Krabbameinsfélagi Íslands. Gangi þér vel, Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Agnarsdóttir (Óskráður), þri. 13. júní 2006

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Þú ert hetja

Mér finnst alveg frábært hvað þú ert jákvæður og tekur öllu því sem á vegi þínu verður með jafnaðargeði. Ég hefði nú bara gefist upp í þessu leiðindarveðri sem þú hefur fengið á köflum. Ég vona að þú fáir höfðinglegar móttökur hvar sem þú kemur. Það átt þú svo sannarlega skilið. Gunnhildur

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, mán. 12. júní 2006

Heillarkveðja

Frábært framtak hjá þér gangi þér allt í hagin.

Daníel Reynisson (Óskráður), fim. 8. júní 2006

Kveðja frá RB

Sæll Jón Eggert. Samkvæmt veðurkortum sýnist okkur sem eitthvað muni rigna á þig í dag. Vonum að það spilli ekki mikið göngugleði þinni og óskum þér áframhaldandi góðs gengis um landið. Kveðja frá Innlánahópí RB.

Ingibjörg Hafstað (Óskráður), mið. 7. júní 2006

Útsýnið í Múlanum

Sæll og blessaður Jón Eggert !!! þú ert aldeilis harður ætlar að ganga Múlann vonandi færðu gott veður því þá sérðu ógleymanlega sjón vona að þú hafir tekið myndavélina með og getir sýnnt okkur hvað þú sást Baráttu kveðja Gylfi Rb

Gylfi Björgvinsson (Óskráður), fim. 1. júní 2006

spennandi

flott hjá þér Jón þú stendur þig vel,fylgist með þér reglulega og þetta er að verða spennandi farin að finna (mannabein) það væri gaman að vita hvort þetta er hryggjasúla úr manni kveðja Davíð R

Davíð Róbertsson (Óskráður), mið. 31. maí 2006

Góður.

Sæll Jón, og tilhamingju með áfangann Akureyri. bestu kveðjur, Gunnar G...

Gunnar Gíslason (Óskráður), þri. 30. maí 2006

Vorið er vonandi á næsta leiti

Komdu blessaður Jón Eggert, varð hugsað til þín yfir helgina þar sem ég var norður í Svarfaðardal en þar er sauðburður enn í gangi. Þó að vorið sé að koma er samt kalt enn. Menn voru að vitna til þín þar sem þú sagðist hafa séð dauða fugla meðfram vegum á leið þinni. Gangi þér áfram vel. Við hugsum til þín héðan úr Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8 og óskum þér alls hins besta. Baráttukveðjur, Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Agnarsdóttir (Óskráður), mán. 29. maí 2006

Þú ert ótrúlegur

Ég get ekki annað en dáðst að þér, vildi hafa þó ekki væri nema smá brot af viljastyrk þínum, gangi þér sem best Vala Rós

Vala Rós Ingvarsdótti (Óskráður), sun. 28. maí 2006

Baráttukveðjur

Blessaður, Jón Eggert. Gaman ad fylgjast med framgöngunni hja þér. Verður spennandi að fylgjast med framhaldinu og ég vona að veðrið fari að skána aðeins, þannig að gangan verði léttari. Bestu kveðjur, Guðbergur.

Guðbergur (Óskráður), fös. 26. maí 2006

Gangi þér vel!!!

Vona að þú vitir að nú ertu á ættarslóðum. Hallur afi þinn var frá Sílalæk í Aðaldal, bæ sem stendur neðan við Aðaldalshrau og sést frá Húsaví (alla vega í góðu skyggni). Vona að þér gangi sem best áfram og veðurguðirnir verði þér hagstæðari. Bestu kveðjur Elín Mjöll

Elín Mjöll Jónasdóttir (Óskráður), fim. 25. maí 2006

Hlýjar kveðjur í köldu veðri

Blessaður Jón Eggert, þú stendur þig frábærlega vel. Okkur hér í Krabbameinsfélaginu verður hugsað til þín að berjast í öllum veðrum þegar við sitjum hér við störf okkar og horfum aðeins á ávæning af þeim veðrum út um gluggann. Frumkvæði þitt er einstakt og fyrir það erum við mjög þakklát. Við vitum að fólkið í landinu hefur reynst félaginu og málefnum þess vel. Fáir hafa þó lagt eins hart að sér og látið mæða á eigin kroppi eins og þú til að sýna stuðninginn í verki. Hlýjar kveðjur og bestu óskir fylgja þér héðan úr Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélags Íslands. Guðrún Agnarsdóttir

Guðrún Agnarsdóttir (Óskráður), þri. 23. maí 2006

Einar Þór(,")

sællir ég vona að þið hafið það bara fínt og gangi ykkur vel. Við biðjum öll að heilsa hér

Einar þór (Óskráður), fös. 19. maí 2006

Kveðjur

Heill og sæll, Það er gaman að fylgjast með þér og sjá að þér gengur svona vel. bestu kveðjur, vinnufélagar á RB.

Gunnar Gíslason (Óskráður), fim. 18. maí 2006

Langflottastur

Var að skoða bloggið þitt í fyrsta skiptið og mér finnst þetta magnað hjá þér.

Sveinn Björnsson (Óskráður), þri. 16. maí 2006

vild@visir.is

Sæll og blessaður Jón Eggert! Um leið og við hugsum til þín á göngu þinni viljum við senda þér smá vísustúf sem við settum saman í sameiningu. Við viljum biðja þig að passa þig á stelpunum í Þistilfirðinum vitum að þær geta verið skæðar þegar glæsimenni ganga hjá. enn gangi þér sem best félagi Gylfi og Sverrir RB Ljúfur labbar enn á ný loka hringnum vill'ann. Bænir okkar eru því engin tefj'ann fryllan. Fyrripartur Gylfi Serinnipartur Sverrir

Gylfi Björgvinsson (Óskráður), mán. 15. maí 2006

Ótrúlegur

Þú ert alveg ótrúlegur, ég hélt að þú værir að rölta við suðurströndina en þá er karl bara kominn á Þórshöfn, kveðja RBJ

RBJ (Óskráður), sun. 14. maí 2006

Glæsilegt framtak

Gangi þér vel með gönguna. Kveðja, Sigurður Markússon

Sigurður Markússon (Óskráður), lau. 13. maí 2006

Skemmtilegur lestur

Sæll Jon. Rann a slodina thina og hef haft hina mestu anaegju af ad lesa hana. Gangi ther allt i haginn med restina af gongunni. Bestu kvedjur fra Danmorku Pall Beck (fyrv. Nyherji)

Pall Thorir Beck (Óskráður), fim. 11. maí 2006

Karlinn er duglegur

Flott hjá þér Jón þari við félagar þínir í Sportkafarafélagi Íslands erum stoltir af þér,gangi þér vel.Kveðja Finnur Frímann.

Finnur Frímann Guðrúnarson (Óskráður), fim. 11. maí 2006

Konráð Ragnarsson

Blessaður Jón og gangi þér vel með gönguna, frábært framtak hjá þér, og þakka þér fyrir síðast. Kveðja Konni

Konráð Ragnarsson (Óskráður), mið. 10. maí 2006

Dugnaður

Sæll. Dáist að dugnaðinum í þér. Gangi þér allt í haginn á ferðum þínum. Kveðja, Guðrún

Guðrún Ægis (Óskráður), mið. 10. maí 2006

Flott hjá þér!

Sæll Vonandi verður gangan ánægjuleg, ég dáist mikið af þér Kveðja Soffía Bærings

soffia B (Óskráður), mið. 10. maí 2006

1.2.3

sæll Jón Þari,Þetta er virkilega flott hjá þér,Gangi þér rosalega vel.Það er gaman að fylgjast með þér. Kveðja f.h Sportkafarafélags Íslands Davíð Róbertsson

Davíð Róbertsson (Óskráður), þri. 9. maí 2006

Gangi þér vel :)

Blessaður Jón Eggert Mikið dáist ég af dugnaðinum í þér og mun fylgjast vandlega með. Bestu kveðjur Magnea (Líffræði 91-95)

Magnea Karlsdóttir (Óskráður), þri. 9. maí 2006

Haraldur Haraldsson

Eg oska þer goðrar ferðar alla leið,hvað er göfugra en að hjálpa KRBAMEIDJUKUM hveðjur og goðar oskir og ferð Har Har 0812333579

Haraldur Haraldsson (Óskráður), lau. 6. maí 2006

Af stað:)

Sé þig í fyrramálið á Egilsstöðum, ég ætla að ganga smá spöl með þér ásamt fleirum. kveðja, Sunna,starfsmaður Krabbameinsfélaganna á Austurlandi.

sunna reynisd. (Óskráður), fös. 5. maí 2006

Arnar Örn Ingólfsson

Fínt

Þetta er mjög fín síða.

Arnar Örn Ingólfsson, sun. 2. apr. 2006

Jón E. Guðmundsson

skilaboð

Hérna er hægt að senda inn skilaboð til mín

Jón E. Guðmundsson, fim. 30. mars 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband