Færsluflokkur: Íþróttir

Endaði 7 km frá Dalvík 1630 km eftir

Ágætis gönguveður var í dag. Smá rignoing með köflum sem þornaði strax á milli. Ég fór nokkra vegkróka nær ströndinni til þess að lengja hringinn. Þarna kom í ljós að kortabókin var ekki nákvæm því að hún sýndi veg sem var ekki til þegar til kom. Ég stefni á að ganga Ólafsfjarðarmúlann á morgun. ég byrja á honum eftir 17 km. hann er 5 km og fullur af snjó. Talið er að hann sé hruninn á köflum. ´Ég ætla að ganga hann þangað til að ég þarf að stoppa. Ef ég þarf að stoppa þá sný ég við og fer göngin í staðinn. Ég skal komast þetta.


Endaði á leið til Dalvíkur 1655 km eftir

Þetta var kærulaus dagur. Gott veður var í allan dag. Ég og Fúsi fórum í mat í Hlíðarskóla og skemtum okkur vel. Ég fór í kaupstaðarferð í Glerártorg og gaf íþróttaverslunin á Glerártorgi mér 2 íþróttabuxur.´Ég er kominn niður um 1 númer í buxum eða XL í stað XXL áður. Ég byrjaði gönguna í fyrra í buxum af stærð XXXXXL. Þær virka eins og tjald í dag. Ég enda í S ef þetta heldur svona áfram

Kominn til Akureyrar 1675 km eftir

Endaði á Akureyri eftir mjög skemmtilegan dag. Nokkur hópur fólks fylgdi mér síðasta spölinn og endaði ég á torginu í miðbæ Akureyrar. Einar Magnús fjölmiðlafulltrúi göngunnar kom með flugi til þess aðð taka videomyndir og borðuðum við saman um hvöldið áður en hann hélt heim aftur. Veðrið var frábært. Ég fann hryggsúlu úr einhverju sem ég held að sé úr manni og skilaði ég því til lögreglunnar á Akureyri.

30 km gengnir í gær 1705 km eftir

Ég gekk 30 km í gær og fór frá þjóðvegi 1 og í gegnum Dalsmynni og inn í Eyjafjörð. Veðrið var fyrst kalt og lítilsháttar rigning en breyttist síðan í í heiðskyrt veður þegar ég kom inn í Eyjafjörð. Var nokkuð dasaður eftir gönguna og svaf í gærhveldi og nótt í 12 tíma. Geng inn í miðbæ Akureyrar í dag kl 1900 um 27 km. Veðrið er heiðskýrt og talsverður hiti

Endaði við 5km frá vegi 845 1735 km eftir

kort5.gif

Frábært veður. Gekk 20 km og stoppaði vegna blöðru sem ég fékk undir ilina. Gerði að henni og fór í heitu pottana á eftir. Gisti á Akureyri næstu nætur og frí á morgun. Geng til Akureyrar á mánudaginn. Til að gera það þá tek ég 30 km á sunnudag og 27 km á mánudag. Er að stefna að því að bæta persónulegt met í að labba á einum degi 35 km á sunnudag. Ég undirbý mig vel á morgun til þess að klára það á sunnudaginn.


Nýtt Íslandsmet slegið. Endaði fyrir ofan þjóðveg 1 í Kinnafjöllum. 1755 km eftir

Ég sá það í gær að ég hafði slegið nýtt Íslandsmet í gær. Núverandi lengsta vegalengd sem gengin hafði verið eftir þjóðvegum á Íslandi á Reynir Pétur og var 1417 km. Ég náð i því marki í gær ef ég tel með þá vegalengd sem ég gekk í fyrra sem var 1000 km. Þannig að í dag hef ég  gengið 1445 km sem er núgildandi Íslandsmet og mun stækka eftir því sem líður á gönguna.

Lengsta vegalengd sem hefur verið gengin í einni lotu (sumri) á Reynir Pétur og er það 1417 km. Ég mun bæta það met uppí 2300 km í sumar. Ég næ því marki á móts við Ísafjarðarkaupstað í júlí ef allt gengur að óskum.

Ég gekk með Jóhanni Guðna Reynissyni sveitastjóra um Aðaldal í dag og færði hann mér og bílstjóra mjög góðar pönnukökur sem kona hans bakaði. Á hún miklar þakkir skilið.

Þetta var mjög skemmtilegur göngudagur og veðrið hefur ekki verið betra síðan í Vopnafirði. Enn er allt í vetrarham og sendi ég inn myndir því til staðfestingar. Slæmt ástand á dýra og plönturíkinu eftir norðanbálið undanfarið. Mikið af dauðum fuglum sem liggja meðfram veginum.


Endaði 10 km S af Húsavík 1780 km eftir

Hérna á N landi kyngir niður snjó og ekkert lát virðist á því. Ég hélt kyrru fyrir í gær og safnaði þreki fyrir komandi átök á meðan ég beið af mér veðrið. Í morgun þegar ég leit út þá var allt á kafi í snjó og allt virtist vonlaust með göngu. Um 0900 leit ég´út um gluggann aftur og sá að snjókoman var orðin blaut og að breytast í slyddu. Ég kallaði þá á Fúsa og við hófum tilraunir til þess að koma bílnum okkar út úr stæðinu og litlu göturnar út á aðalgöturnar. Það var þolinmæðisverk en tókst loks eftir illan leik. Síðan labbaði ég inn í Húsavík um 1415 og við sundlaugina tóku skólabörn og frambjóðendur á móti mér og gengu með mér út að bæjarmörkum. Ég hélt hins vegar áfram og endaði 10 km frá Húsavík. Veðrið var slydda en hægur vindur í bakið. Ég sá dauða fugla á leiðinni sem hafa líklega króknað í norðanbálinu. Við Fúsi horfðum líka á hrafna ráðast á máttfarinn smáfugl og drepa hann. Þetta hefur verið skógarþröstur líklega.  Á morgun enda ég nokkrum km frá þjóðvegi 1.


Hvild i dag vegna veðurs

Bíllinn komst ekki ut af stæðinu i morgun vegna snjó. Vid erum i góðu yfirlæti a hótel húsavík og bíðum af okkur veðrið. Það spáir betra a morgun um hadegið þannig að við byrjum daginn a morgun seint.

Endaði við Lónsá við Tjörnes 1825 km eftir

Þetta var tíðindalítill dagur. Veður var vont og nánast stanslaus él og mikill vindur. Á morgun er spáð verra veðri í eftirmiðdaginn. við tökum daginn snemma og ég reyni að klára gönguna áður en versta veðrið skellur á.  Enda 15 km frá Húsavík ef allt fer að óskum


Endaði við Ásbyrgi 1850 km eftir

Þetta var köld ganga á köflum. Það gekk á með éljum en sólskin á milli. Endaði við afleggjarann  við Ásbirgi. Á morgun klára ég Kelduhverfi og byrja á Tjörnesi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband