Jæja núna er ég byrjaður aftur

Ég er byrjaður aftur eftir tæpar 7 vikur í fríi frá labbi og ræktinni. Það er ágætt eftir svona törn eins og í sumar að leyfa líkamanum að jafna sig. En núna er ég byrjaður og fullur af orku fyrir næsta verkefni sem er strandvegaganga í kringum Bretland. Fyrsti áfanginn verður næsta sumar þegar ég labba frá Piccadilly Circus í London og til Edinborgar í skotlandi. Stefni á að gera það 1. júní 2007. ég er kominn með bílstjóra og bíl. Ég myndi senda bílinn með skipi vikuna áður og fara síðan með lest og ná í hann daginn áður. Ég er líka kominn með ritara þannig að ég mun skrifa meira í næstu ferð heldur en þeirri síðustu á bloggið.  Bretland er skemmtilegt land með tilliti til hjóla,hlaupa og göngutúra því að það er rík hefð fyrir göngustígum allstaðar meðfram götum. Þannig minnkar það hættu á slysum.

Stefnan er sú að ég fari 1000 km á sumri þangað til að ég klára þetta

Það sem ég er að gera núna er að leita mér að styrktaraðilum fyrir gönguna. Í þessu tilfelli er betra að fá peningaupphæð fyrir kostnaði heldur en að hringja í gistingar eins og ég ferði í fyrra. Á móti fær styrktaraðilinn auglýsingu sem verður mikil.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband