Ég er byrjaður aftur eftir tæpar 7 vikur í fríi frá labbi og ræktinni. Það er ágætt eftir svona törn eins og í sumar að leyfa líkamanum að jafna sig. En núna er ég byrjaður og fullur af orku fyrir næsta verkefni sem er strandvegaganga í kringum Bretland. Fyrsti áfanginn verður næsta sumar þegar ég labba frá Piccadilly Circus í London og til Edinborgar í skotlandi. Stefni á að gera það 1. júní 2007. ég er kominn með bílstjóra og bíl. Ég myndi senda bílinn með skipi vikuna áður og fara síðan með lest og ná í hann daginn áður. Ég er líka kominn með ritara þannig að ég mun skrifa meira í næstu ferð heldur en þeirri síðustu á bloggið. Bretland er skemmtilegt land með tilliti til hjóla,hlaupa og göngutúra því að það er rík hefð fyrir göngustígum allstaðar meðfram götum. Þannig minnkar það hættu á slysum.
Stefnan er sú að ég fari 1000 km á sumri þangað til að ég klára þetta
Það sem ég er að gera núna er að leita mér að styrktaraðilum fyrir gönguna. Í þessu tilfelli er betra að fá peningaupphæð fyrir kostnaði heldur en að hringja í gistingar eins og ég ferði í fyrra. Á móti fær styrktaraðilinn auglýsingu sem verður mikil.
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.