Múrinn

Maraþonhlauparar tala oft um "múrinn". Múrinn er þreyta sem hellist yfir líkamann og hreynlega stöðvar hann. Þetta kemur yfirleytt á milli 27 og 29 km. Ég fæ þetta hvort sem ég er að labba eða hlaupa. Ég fann fyrir múrnum mjög vel í RM síðastliðið haust og finn fyrir honum þegar ég labba fullt ömmulabb. Múrinn er að hluta sálfræðilegur og að hluta líkamlegur. Líkaminn er búinn að brenna kolefnisbirðum líkamans og eina sem eftir er er að brenna fitu. Að brenna fitu er erfitt fyrir líkamann og flóknari prósess heldur en að brenna kolvetnum. Þess vegna hægist á vöðvum og hvert skref verður eins og það er þitt síðasta.

Mín kenning er sú að "múrinn" sé í raun þróunarfræðilegur. Þegar við vorum á sléttuni að ellta gasellur og vísunda og fleyri dýr sem hlaupa eftir sléttuni þá höfðu dýrin ekki þol nema ca 20 km á hlaupum. Maðurinn hefur þróast í þá átt að hlaupa 27 km sem er 7 km lengra heldur en bráðin og það er nóg. Það er alger óþarfi að þróa mann sem getur hlaupið 100 km þegar bráðin sem hann er að ellta getur bara hlaupið 20 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband