Kominn 5 km inn á Skarðströnd

Laugardagurinn var hvíldardagur og notuðum við Fúsi tækifærið og fórum kaupstaðarferð til Stykkishólms sem er kaupstaður okkar núna þessa dagana og verður næsta hálfan mánuð eða svo. Í dag kláraði ég Gilsfjörð og endaði 5 km eftir Skarðströnd í frábæru veðri. Ég var á fáförnum slóðum þannig að ég hitti ekki mikið af fólki en hitti Ingibjörgu Hafstað aftur í Búðardal þegar ég var á heimleið að sleikja sólina. Allstaðar rekst maður á RB fólk. Gaman að því. Tók 30 km frá 1030 til 1800 með hvíldum sem gerði rétt rúma 6 tíma sem er persónulegt met. 40 km dagur ætti að vera á næsta leiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurslags speedý gonsales ferð er á þér maður!! Kíki á þig og þá ertu á Ísafirði og svo vúps allt í einu komin á mínar heimaslóðir. Dugnaður er þetta. Sendi kveðjur í sveitina og á ekki von á öðru en Dalamenn taki vel á móti þér :)

Sigríður Hjördís (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband