Kominn 2 km frá Patreksfirði

Í gær var rigning og ég fór frá enda Dynjandisheiði og til Bíldudals. Í dag gekk ég í fylgd krakka úr vinnuskóla Bíldudals fyrsta spölinn og gáfu þau mér nesti fyrir ferðina. Síðan gengu á móti mér krakkar frá Tálknafirði þegar ég fór þar framhjá. Eg gekk 2 heiðar í dag. Hálfdán sem er 500 m há og miklidalur sem er 396 m há. Þannig að þetta var stífur dagur og með þeim stífari í sumar. Síðan fór ég í pottinn á Tálknafirði á eftir og sá fréttina um strandvegagönguna á NFS sem heppnaðist mjög vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband