Hér kemur heildaryfirlit yfir júní í göngunni
Leið sem ég fór
Ég fór frá Dalvík í byrjun mánaðar og fór strandvegina til bæjarins Ögurs í Ísafjarðardjúpi í lok mánaðar.
Fjöll og hæðir
Ekki var mikið um stór fjöll í þessum mánuði. Það voru þó 2 fjöll:
Lágheiði - Þetta er mjög lág heiði og ekki mikið að labba hana. Gekk þrautalaust fyrir sig
Steingrímsfjarðarheiði - Hækkunin er 417 m og brekkan er 3 km löng og 10 % halli. Hún tók svolítið í vegna þess að ég var orðinn óvanur miklum fjöllum.
Líkamlegt og andlegt ástand
Ég er eldhress og komst í annan gír þegar ég var kominn framhjá Blönduósi. Hraðinn í göngunni er orðinn hraðari án þess að púlsinn fari upp. Líkamsfita smá minnkar þótt það sé nú ekki mikið. Er farinn að finna fyrir andlegri þreytu. Ég byrjaði að finna fyrir henni þegar ég byrjaði ísafjarðardjúp. Er mikið að spá í að nota eftirfarandi aðferðir til þess að losna við hana:
Lesa meira
Fara snemma að sofa
Þessi tegund af þreytu lýsir sér í því að það þarf lítið að gerast til þess að það verði að stórmáli í höfðinu á manni. Þetta geta verið smáatriði eins og að gleyma einhverju á gististaðnum , augntillit ókunnugs fólks og hugrenningar um af hverju maður sé að þessu. Ég bjóst alltaf við að þetta myndi gerast og hafði myndað mér kerfi til þess að takast á þessu þegar það kemur. Nú set ég það kerfi í gang.
Veður
Ég lenti í öllum veðrum í júní. Allt frá slyddu sem ég lenti í við Blönduós og uppí 18 stiga hita og sól. Í heildina litið var veðrið þó þokkalegt og það sem við má búast á Íslandi.
Flokkur: Íþróttir | 1.7.2006 | 13:54 (breytt kl. 13:55) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar