Þessi vika er búin að vera ágæt göngulega séð. 27 km á mánudag og endaði uppi á Steingrímsfjarðarheiði. Tók 26 km daginn eftir á þriðjudaginn og endaði í Ísafirði við Ísafjarðardjúp. Á miðvikudaginn fór ég fyrir botn ísafjarðar og út á Reykjanes og endaði við afleggjarann á ferðaþjónustunni á Reykjanesi eftir 30 km labb í frábæru veðri. Ég fór fyrir Reykjanes og kláraði Ísafjörð og gekk í gegnum Reykjafjörð og Vatnsfjörð og langa leið inn í Mjóafjörð alls 30 km. Það helliringdi þennan dag og var rigningin eins og að vera í sturtu og varaði mjög lengi eða í rúman klukkutíma. Ég hef aldrei upplifað svona hellirigningu í svona langan tíma í einu. Svo hitti ég Jón hjá RB sem var í Ísafjarðardjúpi með föður sínum. Yfirleitt eru þetta skúrir sem standa yfir í 1-2 minútur en ekki 1-2 klst. Á föstudag kláraði ég Mjóafjörð 25 km og endaði við bæinn Ögur.
Flokkur: Íþróttir | 1.7.2006 | 13:02 (breytt kl. 13:25) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón Eggert,
Frábært að fylgjast með þér. Það var gaman að hitta á þig þann 18.6 í Hrútafirðinum. Við hittumst svo í haust og njótum þess að drekka gott rauðvín... Kær kveðja Ólafur Andri. olandri@gmail.com
Ólafur Andri Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.