Hvíld í dag á Hólmavík

Ég tók mér hvíld í dag á Hólmavík þ.e.a.s Kirkjubóli þar sem við gistum. Eftir að hafa farið í sund í morgun þá lögðum við undir okkur Essostöniðna í bænum og breyttum í skrifstofu. Ég notaði daginn á Essostöðinni til þess að reikna út vegalengdina sem ég fer á þessu ári og bætti henni við undir liðnum fastar síður hér á þessari síðu. Vegalengdin er rúmlega 2400 km. Ég breyti um gír restina af göngunni og fer í 30 km á dag.  Formið er orðið það gott að ég get það. Ég mun gista á bænum Heydal í Mjóafirði næstu daga og þar er líklega ekkert GSM samband þannig að líklega verður lítið um blogg næstu daga. Ég ætla að koma með myndir strax og ég kemst í háhraðatengingu sem verður líklega á Ísafjarðarkaupstað í byrjun þarnæstu viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband