Þetta var frábær göngudagur í gær enda var veðrið eins og best var á kosið sól og ekki of heitt 10-12 gráður. Endaði við Hólmavíkurafleggjarann eftir mjög skemmtilegan göngudag
Í dag var hvíldardagur og fórum við Fúsi Norðurstrandirnar og lifðum alveg ógleimanlegan dag. Veðrið var hiti og sól og meðal dýra sem við sáum var selur sem var að spóka sig og fálki. Skoðuðum yfirgefnu verksmiðjuna í Djúpuvík og skoðuðum kaupstaðina Gjögur og Norðurfjörð. Þarna hefur tíminn staðið í stað í áratugi enda sjálfsagt erfið lífsbarátta þarna. Fjöllin voru hrikaleg og falleg og ströndin var mjög falleg. Skyggni í sjónum var óvenjulega gott miðað við íslenskar aðstæður. Það væri gaman að taka köfunargræjunar með næst í ferð á Norður Strandir. Við enduðum daginn með því að fara í sund í Krossanesi við enda vegarins á Norður Ströndum. Hún er sérstök fyrir það að hún er niður í fjöru.
Flokkur: Íþróttir | 24.6.2006 | 19:34 (breytt kl. 19:34) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað tokstu ekki græjunar með ég helt að þarinn mundi ekki klikka á þvi:) eiki
eiki (IP-tala skráð) 25.6.2006 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.