Endaði við V Hópsvatn 1330 km eftir

Við V Hópsvatn á Vatnsnesi er staður sem heitir Borgarvirki. Þetta er sérkenilegur staður að því leiti að þetta er líklega hlaðið virki til varnar í stríði. Líklega það eina sem hefur varðveist á íslandi. Ég labbaði þangað í gær. Ég kláraði Þjóðveg 1 og er laus við þann gamla félaga í bili og fór 9 km inn á Vatnsnes. Það eru margir em heilsuðu mér á þjóðvegi 1 og fólk virðist vera mjög meðvitað um hver er á ferðinni. KJÓ frá RB heilsaði mér þegar hann var á leið N. Alltaf gaman að sjá RB menn. Okkur Fúsa var boðið í sumarbústað við Hópsvatn til Björns og sátum við þar lengi og spjölluðum eftir gönguna.

ATH við verðum núna á 7 mismunandi gistingum næstu nætur alveg í Hrútafjörð. Ég ætla að labba þá daga og taka næstu hvíld þegar við erum komnir í fast húsaskjól næsta föstudag. Ég ætla að reina að reikna út leiðina nákvæmlega á þeim hvíldardegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband