Kominn í Húnaflóann 1430 km eftir

Húnaflói kort

Í gær tók ég hvíld og ég og Fúsi bílstjóri fórum í heita pottinn á Reykjum. Þetta er mjög náttúrulegur pottur og öðruvísi upplifun.

Í dag labbaði ég frá Ketubjörgum og kláraði Skagafjörð og labbaði fyrir skagann og inn í Húnaflóa. Frábært gönguveður og þetta voru skemmtilegar slóðir. Ketubjörg stóðu uppúr í fegurð og rýsa þau tignalega uppúr sjónum. Við fórum í kaffi á 2 bæjum á Mallandi og Hrauni. Skemmtilegt var að tala við f´lk sem býr á þessum slóðum. Það sem einkennir þessar slóðir er að ár heita ekki neitt. Það eru ekki nafnaskilti á brúm eins og annars staðar. Ennfremur er töluverð byggð á þessu svæði en mjög fá hús eru skráð inn á kort!! Hvernig fær slíkt fólk póstinn sinn?

Ég fór í gegnum leiðina í gær og gerði leiðréttingu á framvindu göngunnar. Hún hefur lengst. Ég ætla að reikna út nákvæma tölu næstu daga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband