Endaði við Ketu á Ströndum 1455 km eftir

Frábært gönguveður skýjað með köflum. Þetta eru mjög fáfarnar slóðir og það voru ekki margir bílar sem fóru framhjá mér á leiðinni. Flestir af þeim bílum sem komu var með fólki sem var forvitið eða vildi hjálpa til við söfnunina. Kona frá Hvalsnesi gaf 1000 kr í söfnunina. Annar maður keyrði upp að mér og rétti mér súkkulaði. Svo komu fjölmiðlamenn frá fréttablaðinu Feyki á Ströndum og tóku myndir og viðtal. Þessar slóðir eru fallegar í svona veðri eins og var í dag og mæli ég með að ferðafólk skoði þessar slóðir. Þarna er stuðlaberg og bergmyndanir sem eru mjög sérkennilegar og ég hef ekki séð áður á íslandi og gerir staðinn dularfullan. Þetta svæði hefur dularkraft í sólskinsbjörtu veðri hvað þá í þoku ............ Þarna var steinn sem leit út eins og andlit af manni. Ég komst að því að mér hefur seinkað um 3 daga. Líklega er þetta vegna þess að ég er að ganga hliðarvegi sem ég tók ekki með í upphaflegu áætluninni. Ég tek hvíld á morgun og fer á bókasafnið á Stykkishólmi til þess að endurreikna leiðina aftur og set ég það inn á síðuna á morgun. Lokadagsetningin breytist ekki vegna þess að ég gerði ráð fyrir að eitthvað svona gæti komið fyrir og hafði 6 daga aukalega sem fara svo í þetta. Ef þeir þurrkast upp þá get ég tekið 30 km daga til þess að laga skekkjuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll og blessaður Jón Eggert
nú ertu aldeilis kominn langt á Strandir þú ert aðeins að rugla saman landshlutum þú ert á Skaganum en ekki ströndum enn gangi þér sem best
kveðja
Gylfi RB

Gylfi Björgvinsson (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband