Veður
Það má segja að ég hafi lent í öllum veðrum sem hægt er að lenda í á íslandi í mai. Ég byrjaði í hitabylgju á Egilstöðum og var hitinn fyrstu dagana milli 16 og 20 gráður. Þegar komið var til Vopnafjarðar skall á mjög langvinnt norðanáhlaup sem varði frá 10 mai og náði hámarki 24 mai. Ég skynjaði norðanveðrið þannig að dag frá degi kólnaði og rigningin breittist fljótt í slyddu og slyddan í haglél og snjó. Snjórinn varð það mikill að þegar til Húsavíkur var komið þá var ófært 24 mai. Hitinn fór mest niður í -2 gráður. Frá 25 mai og allt til loka mai var mjög gott gönguveður í alla staði. Lítil úrkoma og lítill vindur. Yfirleitt skýjað sem er mjög gott fyrir göngu.
Vegalengd
Ég byrjaði á Egilstöðum 6. mai og í lok dags 31 mai var ég kominn að Dalvík í Eyjafirði og næstum hálfnaður með gönguna. Ég náði að halda 25 km meðalvegalengd á dag út mánuðinn þrátt fyrir að ég hafi orðið að taka nokkra 20 km daga vegna veðurs og blöðru á il þá tók ég líka nokkra 30 km daga á móti . Hvíldardagar voru 3. Enginn dagur fór til spillis vegna veðurs. Það má þakka góðum fatnaði sem ég er í sem skýlir mér fyrir vindum og veðri. Ennfremur hefur reynsla mín af köfun hér á landi haft sitt að segja með kuldaþol
Lífríki
Ég sá að vorið var að koma í dýra plöntulíf strax í byrjun mai þegar ég hóf gönguna. Hins vegar fór það mjög illa í kuldakastinu. Mikið var af dauðum fugli meðfram vegum sem höfðu dáið í kuldakastinu. Ég hef ekki heyrt mikið í kríunni. en mun líklega gera það næstu daga. Gróður er ekki tekinn við sér að ráði nema rétt við veginn enda talsverður snjór enþá. Leysingarnar byrja óvenjulega seint þetta árið á N landi og það hefur líklega áhrif á lífríkið.
Fólk
Fólk er meðvitað um hvað ég er að gera þegar það sér mig og heilsar mér oft á leið sinni framhjá. Nokkrir stoppa og spjalla við mig og aðrir taka myndir. Það er gaman af því. Það hafa lika verið uppákomur í bæjunum sem ég hef gengið í gegnum. Á Egilstöðum gekk bæjarstjórinn með mér ásamt konum úr krabbameinsfélögum i kring og fólki sem hafði áhuga á þessu. Á Vopnafirði var tekið á móti okkur með viðhöfn og okur boðin gisting á Hótel Tanga. Á Raufarhöfn tóku krakkarnir úr grunnskólanum á móti mér og gengu með mér í gegnum bæin. Þetta var ógleimanlegt . Á Húsavík gengu með mér skólakrakkar og frambjóðendur. Þetta var heil hersing af fólki þrátt fyrri leiðinda veður. Á Akureyri tóku nokkrir frá krabbameinsfélagi Akureyrar á móti mér og löbbuðu með mér inn í bæinn.
Fjöll og heiðar
Hellisheiði Eystri
Ég gekk upp hæsta fjallveg á Íslandi Hellisheiði Eystri sem er 8 km langur vegur upp 655 m hátt fjallið. Það tók á og allt gekk vel.
Sandvíkurheiði
Sandvíkurheiði var lítil og nett
Brekknaheiði
Engar brekkur þar
Fjallgarður
Frekar lítil en nokkrar brattar brekkur í honum
Ymislegt
Bleyta á malbiki og dempun
Það sem ég tek eftir er að dempun hlaupaskóna sem ég er í breytist þegar rignir og blautt er á malbikinu. Maður finnur það á því að maður verður þyngri á göngunni og fær það sem ég kalla höggstingi. Höggstingir er sársauki í liðum eins og lærliðunum og stundum baki. Þetta eru verkir sem eru pirrandi en hverfa strax og maður skiptir um skó með metri dempun.
Hvernig á að ganga langar göngur dag eftir dag?
Flestir sem stunda göngur eða trimm reyna að hlaupa hratt til þess að koma púlsinum upp. Yfirleytt eru þetta ekki nema 5-15 km göngur og 3 í viku. Þessi aðferð virkar ekki í löngum göngum. Ef labba á 25-30 km á dag í marga daga í einu þá er nauðsynlegt að spara orku og láta púls aldrei rjúka upp. Ég held t.d. jöfnum hraða eða 1 klst g 5 min á 5 km. Það er sá hraði sem er orkulega hagkvæmastur fyrir mig. Göngulag skiftir líka miklu máli. Ég er lítið eitt boginn í baki og tek skref sem er 75% af því sem ég geri ef ég labba hratt. Þegar ég fer upp brekkur þá breyti ég skrefalengdinni niður í 25 % jafnvel 10 % til að spara orku og að minka líkur á meðslum. Þetta gildir einnig þegar ég er að ganga niður brekkur. Margir hafa fengið meiðsli vegna þess að þeir fóru of geist niður brekkur með vitlausa skrefalengd.
Líkamlegt ástand
Lappirnar og líkaminn allur er í fínu formi og vel undirbúinn fyrir átökin framundan. Fita utaná líkamanum minkar jafnt og þétt og ég hef farið niður um 1 buxnanúmer. Hins vegar er þetta ekki besta leiðin til þess að grenna sig vegna orkusparnaðarins hér að ofan. Betra er að megra sig með lyftingum og þá nokkrum sinnum í viku en ekki 6 sinnum eins og ég er að gera
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | 3.6.2006 | 09:44 (breytt 5.6.2006 kl. 20:35) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar