Nýtt Íslandsmet slegið. Endaði fyrir ofan þjóðveg 1 í Kinnafjöllum. 1755 km eftir

Ég sá það í gær að ég hafði slegið nýtt Íslandsmet í gær. Núverandi lengsta vegalengd sem gengin hafði verið eftir þjóðvegum á Íslandi á Reynir Pétur og var 1417 km. Ég náð i því marki í gær ef ég tel með þá vegalengd sem ég gekk í fyrra sem var 1000 km. Þannig að í dag hef ég  gengið 1445 km sem er núgildandi Íslandsmet og mun stækka eftir því sem líður á gönguna.

Lengsta vegalengd sem hefur verið gengin í einni lotu (sumri) á Reynir Pétur og er það 1417 km. Ég mun bæta það met uppí 2300 km í sumar. Ég næ því marki á móts við Ísafjarðarkaupstað í júlí ef allt gengur að óskum.

Ég gekk með Jóhanni Guðna Reynissyni sveitastjóra um Aðaldal í dag og færði hann mér og bílstjóra mjög góðar pönnukökur sem kona hans bakaði. Á hún miklar þakkir skilið.

Þetta var mjög skemmtilegur göngudagur og veðrið hefur ekki verið betra síðan í Vopnafirði. Enn er allt í vetrarham og sendi ég inn myndir því til staðfestingar. Slæmt ástand á dýra og plönturíkinu eftir norðanbálið undanfarið. Mikið af dauðum fuglum sem liggja meðfram veginum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband