Ég sá það í gær að ég hafði slegið nýtt Íslandsmet í gær. Núverandi lengsta vegalengd sem gengin hafði verið eftir þjóðvegum á Íslandi á Reynir Pétur og var 1417 km. Ég náð i því marki í gær ef ég tel með þá vegalengd sem ég gekk í fyrra sem var 1000 km. Þannig að í dag hef ég gengið 1445 km sem er núgildandi Íslandsmet og mun stækka eftir því sem líður á gönguna.
Lengsta vegalengd sem hefur verið gengin í einni lotu (sumri) á Reynir Pétur og er það 1417 km. Ég mun bæta það met uppí 2300 km í sumar. Ég næ því marki á móts við Ísafjarðarkaupstað í júlí ef allt gengur að óskum.
Ég gekk með Jóhanni Guðna Reynissyni sveitastjóra um Aðaldal í dag og færði hann mér og bílstjóra mjög góðar pönnukökur sem kona hans bakaði. Á hún miklar þakkir skilið.
Þetta var mjög skemmtilegur göngudagur og veðrið hefur ekki verið betra síðan í Vopnafirði. Enn er allt í vetrarham og sendi ég inn myndir því til staðfestingar. Slæmt ástand á dýra og plönturíkinu eftir norðanbálið undanfarið. Mikið af dauðum fuglum sem liggja meðfram veginum.
Flokkur: Íþróttir | 25.5.2006 | 21:00 (breytt kl. 21:00) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.