Endaði 10 km S af Húsavík 1780 km eftir

Hérna á N landi kyngir niður snjó og ekkert lát virðist á því. Ég hélt kyrru fyrir í gær og safnaði þreki fyrir komandi átök á meðan ég beið af mér veðrið. Í morgun þegar ég leit út þá var allt á kafi í snjó og allt virtist vonlaust með göngu. Um 0900 leit ég´út um gluggann aftur og sá að snjókoman var orðin blaut og að breytast í slyddu. Ég kallaði þá á Fúsa og við hófum tilraunir til þess að koma bílnum okkar út úr stæðinu og litlu göturnar út á aðalgöturnar. Það var þolinmæðisverk en tókst loks eftir illan leik. Síðan labbaði ég inn í Húsavík um 1415 og við sundlaugina tóku skólabörn og frambjóðendur á móti mér og gengu með mér út að bæjarmörkum. Ég hélt hins vegar áfram og endaði 10 km frá Húsavík. Veðrið var slydda en hægur vindur í bakið. Ég sá dauða fugla á leiðinni sem hafa líklega króknað í norðanbálinu. Við Fúsi horfðum líka á hrafna ráðast á máttfarinn smáfugl og drepa hann. Þetta hefur verið skógarþröstur líklega.  Á morgun enda ég nokkrum km frá þjóðvegi 1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband