Gekk framhjá Raufarhöfn og 2 km framhjá Hraunhafnartanga -1925 km eftir

Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Nemendurnir í grunnskólanum á Raufarhöfn ásamt kennurum og skólastjóra tóku á móti mér við bæjarmörk Raufarhafnar og löbbuðu með mér í gegnum bæinn. Þau voru mjög spennt yfir þessu og spurðu margra spurninga. Nokkur voru áhyggjufull yfir hvort að ég nærðist ekki á leiðinni og gáfu mér af nestinu sínu banana og gulrætur. Ég tók þessu með þökkum og þetta kom sér vel yfir daginn. Kortið sem er fyrir daginn í gær er ekki alveg rétt. Ég er kominn lengra en það sem það sýnir. Ég er kominn núna framhjá nyrsta odda Íslands Hraunhafnartanga og kominn á leið suður aftur. Kuldinn var enn mikill og golan köld. Fúsi aðstoðarmaður hætti sér útúr bílnum við Hraunhafnartanga og varð næstum úti við þá raun. Á morgun mun ég enda við Leirhöfn. Ég er búinn að reikna það út að ég verði á Akureyri seinnipartinn 28. mai. Daginn eftir kosningar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gengur vel hjá þér. Bið að heilsa Fúsa.

Kveðja, siggi

Siggi (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband