Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Nemendurnir í grunnskólanum á Raufarhöfn ásamt kennurum og skólastjóra tóku á móti mér við bæjarmörk Raufarhafnar og löbbuðu með mér í gegnum bæinn. Þau voru mjög spennt yfir þessu og spurðu margra spurninga. Nokkur voru áhyggjufull yfir hvort að ég nærðist ekki á leiðinni og gáfu mér af nestinu sínu banana og gulrætur. Ég tók þessu með þökkum og þetta kom sér vel yfir daginn. Kortið sem er fyrir daginn í gær er ekki alveg rétt. Ég er kominn lengra en það sem það sýnir. Ég er kominn núna framhjá nyrsta odda Íslands Hraunhafnartanga og kominn á leið suður aftur. Kuldinn var enn mikill og golan köld. Fúsi aðstoðarmaður hætti sér útúr bílnum við Hraunhafnartanga og varð næstum úti við þá raun. Á morgun mun ég enda við Leirhöfn. Ég er búinn að reikna það út að ég verði á Akureyri seinnipartinn 28. mai. Daginn eftir kosningar.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | 17.5.2006 | 20:50 (breytt kl. 20:54) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta gengur vel hjá þér. Bið að heilsa Fúsa.
Kveðja, siggi
Siggi (IP-tala skráð) 18.5.2006 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.