Hér á Vopnafirði er gott veður þannig að ég ákvað að hvíla í dag. Við Fúsi fórum í sundlaugina í Selárdal. Það er lítil 12 m útisundlaug og 2 heitir pottar. Það kostar ekkert í hana og það er ekkert rafmagn í búningsklefum. Þeir eru lístir upp af kertum sem maður kveikir á þegar maður klæðir sig úr. Sundlaugin á Þórshöfn er innisundlaug og virkar þannig að maður hringir í sundlaugarvörðinn þegar maður ætlar að fara í laugina og hann opnar fyrir manni. Þetta er allt mjög heimilislegt á þessu svæði. Ég og Fúsi aðstoðarmaður gistum í góðu yfirlæti á Hótel Tanga á Vopnafirði. Maturinn þar er eftirminnilega góður og öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Á morgun byrja ég þar sem frá var horfið í gær og enda 25 km frá Þórshöfn
Flokkur: Íþróttir | 14.5.2006 | 14:05 (breytt kl. 14:14) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.