Endaði á miðri sandvíkurheiði - 2050 km eftir

Veðrið í dag var snjókoma og rok. Kláraði 25.5 km. Ég gekk í gegnum Vopnarfjarðarkaupstað og endaði á miðri Sandvíkurheiði á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar.Ég fór að heyra í kríum í fyrsta skiptið í ferðinni. Ekkert annað markvert gerðist í dag nema að ég bjó til nýjan málshátt

Þú borðar ekki afturábak (Það sem þú er búinn að borða ertu búinn að borða)

Annar málsháttur sem ég hef búið til handa golfurum

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt að slá (Skilst sjálfvirkt)

 

Á morgun fer ég framhjá Bakkafirði og 7 km í átt að Þórshöfn

Ég frétti að feiti maðurinn Steave á www. fatmanwalking.com er búnn að ljúka sinni göngu yfir þver Bandaríkin. Þetta er frábært afrek. Hann vó yfir 200 kg áður en hann fór frá heimili sínu í LA og gekk til New York. Hann var 13 mánuði að þessu enda eru þetta 3300 mílur eða um 6000 km leið yfir eyðimerkur og fjallgarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband