Fór yfir Hellisheiði Eystri og endaði við Vopnarfjarðarkaupstað - 2075 km eftir

Ég lenti í öllum veðrum á þessari leið. Ég lenti í frostrigningu sem er rigning sem frís strax og hún lendir. Svo var gola með þessu þannig að það hlóðst ís á bílinn og mig aðallega hárið. Ég læt nokkrar myndir af þessssu við tækifæri. Síðan lenti ég í snjókomu þegar ég kom niður af heiðinni og endaði í sól og 13 stiga hita í restina. Hellisheiðin var 14  km löng og 8 km löng brött brekka 12-14 gráðu halli. Ég varð  að nota tækni til þess að fara þetta. Hún fólst í styttri skrefum en vanalega og að fara rólega upp brekkuna 22 min í stað 12- 14 min. Sannig mjakaðist ég upp. Brekkur eru mjög hættulegar fyrir meiðsli. Ég lenti í slíkum meiðlum í fyrra og kem því með meiri þekkingu á þeim nú. Bæjarstjórnin á Vopnarfirði ætlar að styrkja gönguna og við Fúsi bílstjóri erum í góðu yfirlæti á hótel Tanga á Vopnarfirði og verðum þar næstu daga. Geng í gegnum Vopnafjarðarkaupstað og upp á heiðina á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar á morgun. Hún er töluvert lægri og þægilegri en Hellisheiðin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband