Ég lenti í öllum veðrum á þessari leið. Ég lenti í frostrigningu sem er rigning sem frís strax og hún lendir. Svo var gola með þessu þannig að það hlóðst ís á bílinn og mig aðallega hárið. Ég læt nokkrar myndir af þessssu við tækifæri. Síðan lenti ég í snjókomu þegar ég kom niður af heiðinni og endaði í sól og 13 stiga hita í restina. Hellisheiðin var 14 km löng og 8 km löng brött brekka 12-14 gráðu halli. Ég varð að nota tækni til þess að fara þetta. Hún fólst í styttri skrefum en vanalega og að fara rólega upp brekkuna 22 min í stað 12- 14 min. Sannig mjakaðist ég upp. Brekkur eru mjög hættulegar fyrir meiðsli. Ég lenti í slíkum meiðlum í fyrra og kem því með meiri þekkingu á þeim nú. Bæjarstjórnin á Vopnarfirði ætlar að styrkja gönguna og við Fúsi bílstjóri erum í góðu yfirlæti á hótel Tanga á Vopnarfirði og verðum þar næstu daga. Geng í gegnum Vopnafjarðarkaupstað og upp á heiðina á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar á morgun. Hún er töluvert lægri og þægilegri en Hellisheiðin
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.