Jæja núna er ég kominn með internetaðgang aftur þannig að ég get bloggað núna dag frá degi. Eg hef haldið dagbók síðustu 2 daga og skrifa hana á eftir þessum texta. Í dag gekk ég frá 14 km upp eftir vegi 94 og endaði 1 km frá Svartaskógi. Veðrið er eiginlega of gott því að hitinn er í 20 gráðum þegar mest er og það sem ég er vanur að ganga í síðustu mánuði er nær 5 stigum. Þess vegna er vandamál á þessari göngu vökvaskortur og saltskortur. Var kominn með flökurleika og sinadrátt eftir fyrstu 15. Eftir Leppin orkudrykk og brauð var ég orðin miklu betri og hélt ég áfram 10 min seinna. Kominn með blöðru á vinstri fót. Ég undirbjó hana með því að setja yfir hana second skin plástur. Mikið af gæs og hunangsflugum. Nátúran er að taka við sér. Á morgun enda ég undir Hellisheiði eystri sem er hæsta heiði sem eg fer yfir á næstunni. Reyni að sofa vel til þess að vera vel up lagður fyrir heiðina.
7 mai 2150 km eftir
Í upphafi dags var gott veður og sól en kólnaði um miðjan daginn en varð síðan betra siðdegis. Strandgangan kom mikið í fjölmiðlum Ég fattaði að það vantaði 14 km uppá leiðina miðað við það sem ég hafði áætlað. Ég endaði við lagarfljótsvirkjun og labbaði 25.5 km
6. mai 2175 km eftir
Ég fór 25 km í dag. Þetta var mjög góður dagur. Veðrið var gola og 17 gráðu hiti. Eirikur bæjarstjóri Egilstaða og stjórnir krabbameinsfélaganna á Egilstöðum og Austfjörðum gengu með mér fyrstu km. Hunangsflugurnar eru byrjaðar að leita ser að bústað og eru áberandi. Fólk heilsar mér á göngunni og labbar mér. Steinn Steinsson sem ég hef ekki séð í 20 ár birtist allt í einu og labbaði með mér.
Flokkur: Íþróttir | 8.5.2006 | 19:38 (breytt 9.5.2006 kl. 20:31) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.