Ég mun blogga á þessari síðu þegar ég er að undirbúa gönguna í sumar og mun uppfæra hana á meðan á göngunni stendur. Ég mun byrja þann 6. mai þar sem ég endaði á Egilstöðum og ljúka göngunni 19. ágúst sem hluti af Reykjarvíkurmaraþoni. Ég er núna að æfa í WorldClass Laugum og labba líka það sem ég kalla ömmulabb sem er 30 km ganga frá miðvangi 41 Hafnarfirði þar sem ég á heima og í Hlíðarhús í grafarvogi og til baka. Ég er farinn að gera þetta núna 2 sinnum í viku.
Hérna er samantekt yfir síðastliðið sumar
12. júní
Hafnarfjörður - Vogar Vatnsleysu (26 km)
Ég þjófstartaði í gær og gekk 26 km í Voga Vatsleysuströnd í frábæru veðri. Ég var með 14 kg á bakinu og fann lítið fyrir því fyrstu 15 km en eftir það fór pokinn að taka í !!! Ég tók þessu rólega og átti góða stund í Golfskálanum í Vogunum þar sem Jörundur skemmtikraftur og klippari og sircusmaður og kona hans reka. Ég var kominn upp á hótel kl 16:05. Leiðin frá Vogum til Gridavíkur í gegnum Hafnir er 44 km. Ég sá eftir ferðina í gær að þessa leið kemst ég ekki í einum rykk nema að vera laus við pokann. Ég ákvað því að halda ekki áfram í dag heldur leggja af stað í stóru gönguna frá Vogunum með léttan farangur og verð þá með aðstoðarmann á bíl með mér.
Líkaminn komst mjög vel út úr þessum fyrsta degi. Vöðvar voru það heitir að það væri hægt að spæla egg á þeim!! Engar bólgur sem heitið getur. Töluverðar harðsperrur að vísu en þær fara strax og ég hreyfi mig og eftir að hafa makað mig allan út í illa lyktandi bólgueyðandi smyrsli.
Tækjabúnaður og föt. Allar leiðbeiningar um útilegubúnað íslenskar og erlendar sögðu mér að vera í þykkum ullarsokkum. Ég gerði það og fannst þeir stífir og erfiðir. Fylltu út í skóna og mér fannst ég vera í gifsi. Þetta er líklega af því að ég er með breiða fætur (breiðari en gengur og gerist). Ætla að vera í þynnri sokkum næst.. Batteríin í mp3 tækinu mínu kláruðust og var ekki með auka batterí. Muna að taka með auka batterí næst.
Þessi leið er mjög skemmtileg og margt að sjá á leiðinni þarna eru tjarnir þar sem gætir sjávarfalla en í þeim er ferskvatn.Ég fór útaf keflavíkurveginum við Hvassahraun þar sem búið er að búa til undirgöng og tengingu við veginn í gegnum hvassahraun og inn á veginn að vatnsleysu. Einhverra hluta vegna var búið að hlaða steinum á milli þessara vega við Kúagerði sem er miður vegna þess hversu skemmtilegt er örugglega að keyra þessa leið frá höfuðborgarsvæðinu og í Voga. Ég lenti í bandvitlausumn kríum sem ætluðu mig lifandi að drepa og mávum sem reyndu að skíta á mig en hittu ekki. Í heildina var þetta frábær ganga og hlakka til þess að halda áfram. Næst er það Vogar - Hafnir - Grindavík 17. júní
Nú ætla ég að taka saman þessa daga.
Föstudagurinn 17 júní (23km)
Gangan byrjaði fyrir utan Hotel Best í Vogunum á Vatnsleysuströnd í frábæru veðri og vorum við 4 og hundur sem gengum Vogastapann að Fitjanesti Á leiðinni skoðuðum við gamlar göngugötur og gengum þær. Þetta var mjög skemmtileg byrjun á ferðinni. Við Fitjanesti skildu leiðir og ég gekk í Hafnir og þaðan í átt að reykjanessvita. Þetta var í heildina litið mjög góður dagur.
Laugardagurinn 18. júní (20 km)
Fór frá Reykjanesvita í Grindavík. Þetta var mjög sérstök leið þar sem hún er að mestu leyti eyðimörk og hraun. Nokkuð var af kríum á leiðinni og voru þær aðgangsharðar. Einnig voru fréttamenn á leiðinni og voru þeir ekki aðgangsharðir.
Sunnudagur 19. júní (20 km)
Ég lagði af stað frá Grindavík og gekk til Krísuvíkur. Það sem einkenndi þessa leið voru aðgangsharðar kríur, forvitið fólk og töluvert af hólum og hæðum og stuttum bröttum brekkum.
Mánudagur 20. Júní (20 km)
Gekk frá Krísuvík og að Hlíðarvatni. Ekkert merkilegt við þessa leið nema hvað Herdísarvík er falleg.
Þriðjudagur 21. júní (20km)
Fór frá Hlíðarvatni til þorlákshafnar í hífandi roki (18 m/s). Ég lenti þarna í strókum og við Fúsi sáum líka töluvert af þeim. Þetta er örugglega skemmtileg leið í góðu veðri. Ég lenti í skrýtnu veðurfyrirbæri þarna. Þegar ég var kominn uppá Heiðin Há þá lygndi og brast á stafalogn en það var ennþá töluvert hvasst neðar!! Ég hefði haldið að þetta ætti að vera öfugt.
Miðvikudagur 22. júní(24 km)
Gekk frá Þorlákshöfn og í Rauða Húsið á Eyrarbakka´í frábæru veðri. Við ölfusárbrú tók Rannveig hjá krabbameinsfélaginu á suðurlandi og foreldrar hennar og börn á móti mér og gengu með mér síðasta spölinn til Eyrarbakka og lauk göngunni að´við borðuðum á veitingarstaðnum Rauða Húsið.
Fimmtudagur 23. júní (20 km)
Byrjaði gönguna þar sem hún endaði síðast við Rauða Húsið á Eyrarbakka og gekk að leikskólanum á eyrarbakka og gekk með krökkunum fyrstu metrana. Ég var klæddur í endurskinsvesti eins og þau þannig að ég féll vel í hópinn. Siggi hjá krabbameinsfélaginu kom líka með dót handa mér.
24. júní (23 km)
Laggði aft stað í frábæru veðri úr miðjum Gaulverjabæ. Fljótlega komu til mín tveir hundar frá nálægum bæ og eltu mig. Þeir virtust hafa gaman af því að ganga með mér því að þeir gengu með mér alla leið upp á þjóðveg 1 eða 23 kílómetra.
25.júní
Hvíld. Fórum í heimsóknir til ættingja í sumarbústöðum á svæðinu og borðuðum próteinríka fæðu.
26. júní (25 km)
Gekk eftir þjóðvegi 1 frá Villingarholtsvegi til Hellu í frábæru gönguveðri. Lengdi vegalengdina upp í 25 km og tókst vel með það.
27. júní (25 km)
Labbaði frá Hellu til Hvolfsvallar og áfram í austur frá kvolfsvelli í rigningu og leiðindaveðri. Hittum Sigrúnu og Solveigu hjá krabbameinsfélaginu i Rangarvallasyslu og borðuðum með þeim mjög góðan fisk áður en lagt var í hann aftur.
28. júní (25 km)
Fór í góðu veðri yfir ána yfir Markarfljót og endaði gönguna undir Eyjafjöllum.
29. júní (25 km)
Gekk Eyjarfjöllin og yfir í v-skaftafellssýslu. Sýslumörkin eru á Sólheimasandi þar sem gangan endaði. Gekk framhjá Skógarfossi sem var mikilfenglegur. Blaðamaður morgunblaðsins á Vík í Mýrdal myndaði mig þegar ég var að fara yfir brúna á sýslumörkunum. Þennan dag var komin lítilsháttar væta. Ég er farinn að grennast það mikið á göngunni að regnfötin sem ég tók með mér eru orðin 2 fatanúmerum of stór.
30. júní (23 km)
Gekk frá Pétursey á Sólheimasandi til Víkur í Mýrdal í beljandi slagviðri (18-23 m/s og gríðaleg rigning). Það fór að lægja vind þegar ég gekk niður að Vík og hitti það Lindi Lorange hjá krabbameinsfélaginu í vestur skaftafellssýslu. Fór með henni í heita pottinn í sundlauginni á Vík og síðan að borða á eftir. Þetta var góður endir á erfiðum degi. Fór að þjást af klofmeiðslum vegna þess að buxur eru of víðar.
1. júlí (30 km)
Laggði af stað frá Esso á Vík í rigningu og endaði á mýrdalssandi á móts við Álftaver í mjög góðu veðri.
2. júlí (30 km)
Gekk í mjög góðu vegi yfir Mýrdalssand á þjóðvegi 1 og niður afleggjarann á þjóðvegi 204 sem heitir Landbrot og er merktur strönd á skiltum. Þetta er mjög sérstakt landslag því að ef farið er frá þjóðvegi 1 og niður eftir veginum þá fer maður í gegnum mosavaxið hraun (Skaftáreldahraun) og kemur allt í einu að hraunmörkum og þar eru blómleg tún og mikið af þeim og töluvert af bæjum.
3 júlí (Hvíld)
Gistum á Kirkjubæjarklaustri og var þar í heita pottinum mestan hluta dagsins. Fæða dagsins var full af ´próteinum til þess að búa sig undir átök vikunnar.
4 júlí (30 km)
Mjög gott veður og byrjaði sem frá var horfið í Landbroti og endaði 30 km síðar í Landbroti nálægt Kirkjubæjarklaustri. Það má skipta Landbrotsleiðinni (58 km ) í eftirfarandi ef farið er frá Vík:
Mosagróið Hraun 12 km
Tún (Restin)
Illa gróið hraun og sandur 10-15 km
Gervigígaar 7,5 km ad Klaustri
5. Júlí (30 km)
Kláraði Landbrot gekk gegnum Kirkjubæjarklaustur og endaði ferðina á Hvoli
6. júlí (30 km)
Endaði ferðina í frábæru veðri á miðjum Skeiðarárssandi þar sem Skeiðarárjökull og Öræfajökull skörtuðu sínu fegursta. Fór yfir sýslumörkin í a-skaftafellssýslu. Frábær dagur.
7. júlí (30 km)
Fór yfir restina af Skeiðarárssandi og framhjá Skaftafelli og endaði við Hof í Öræfum. Veðrið var slæmt. Þétt rigning og blotnaði GSM síminn minn það mikið að hann varð ónothæfur á tímabili. Lagaðist þegar ég var búinn að þurrka hann yfir nótt.
8. Júlí Hvíld
Fór í sund í Höfn í Hornafirði og er að vinna í kaupstaðarmálum ýmsum
9. júlí. (25 km)
Gekk frá Fagurhólsmýri og útá miðjan Breiðarmerkursand í fínu gönguveðri.
Ég ákvað á þessum tímapunnkti að fara gönguna á 3 árum og enda á Egilstöðum þetta árið. Þannig mundi gangan líta út:
2005 Vogar Vatnsleysu til Egilstaða (940 km)
2006 byrjað á Egilstöðum og endað í Hrútafirði (966 km)
2007 Byrjað í Hrútafirði og Vestfirðir og Snæfellsnes gengið og til Reykjavíkur. Ég er að spá í að síðasta áfangann myndi ég fara Sæbrautina og út á Seltjarnarnes að golfvellinum og taka þar göngustíginn fram hjá Nauthólsvík og að húsi krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð. (1300 km)
10. júlí (25 km)
Frábært veður. Gekk yfir Breiðamerkursand og að Hala í Suðursveit þar sem var fæðingarstaður Þórbergs Þórðarsonar. Eftir þennan dag voru sandarnir endanlega búnir og ég var farinn að sjá sjó í fyrsta skifti í margar vikur á strandgöngu minni. Ég gekk framhjá breiðármerkurlóni. Ég lenti í árás skúma við enda breiðarmerkursands 2km frá jökulsárlóni. Þetta er hrikalegur fugl og ekki gaman að fá högg frá honum. Það hafa margir fengið kúlu á hausinn eftir högg frá skúmi og vitað er um eitt dauðsfall af völdum skúms en þau eru samt fátíð. Til gamans má geta að ég setti inn á síðuna mína að það væri talsvert af heirúlluplasti í fjörum í Suðursveit. Strax daginn eftir var einhver búinn að hreinsa plastið úr fjörunni.
11.júlí (25 km)
Hali í Suðursveit og að Skálafelli í ágætu veðri. Það var búið að spá leiðinda veðri en þegar ég leit út um gluggann um morguninn þá var hið fínasta veður þannig að ég hélt áfram göngu minni.
12. Júlí (25.km)
Gekk frá Skálafelli og að bænum Setbergi þar sem við gistum í heila viku hjá siggu frænku og fjölskildu.
13 júlí (20 km)
Fór frá Setbergi og framhjá Höfn í Hornafirði og yfir almannaskarð og endaði þar. Almannaskarð er þó nokkuð á fótinn og ákvað ég þá að stoppa eftir að hafa klárað það til þess að leifa likamanum að jafna sig á því. Hætti þess vegna snemma þann dag og fór í stúdió í viðtal við RUV á Austurlandi. Við gatnamótin að Hafnarvegi tóku á móti mér bæjarstjóri Hafnar Albert og formaður Krabbameinsdeildar a-skaftafessýslu Guðný Jensdóttir og Björg Svavarsdóttir Þetta er allt saman á www.hornafjordur.is
14. júlí (25 km)
Gekk frá gangnamunnanum á almannaskarsgöngum og í Lónsfjörð í frábæru veðri.
15. júlí (25 km)
Fór frá Lónsfirði og yfir Þvottá. fór Þvottárskriður sem er hrikalegur staður sem er sífellt á hreyfingu. Ég sá litla skriðu sem fór niður á veginn fyrir framan mig. Ég fór í beina útsendingu í samfélagi í nærmynd á rás 1 kl 11:30.
16. Júlí (hvíld)
Er á Höfn í Hornafirði og verð í heitu pottunum og humarhúsunum fram eftir degi
17. júli (25 km)
Kláraðí Álftafjörð og komst inn í Hamarsfjörð í mjög góðu gönguveðri.Hamarsfjörður er stuttur fjörður en í honum er töluvert af brekkum. Símsamband var lélegt þarna þannig að ég gat lítið sent GSM-blogg.
18. júlí (25 km)
Kláraði Hamarsfjörð og gekk framhjá Djúpavogi og inn í Berufjörð Búlandstindur skartaði sínu fegursta í góðu veðri þennan dag.
19, júlí (10 km)
Beljandi slagveður þannig að ég gekk fyrir botn Berufjarðar alls 10 km og fór svo aftur að sofa. Eyddi restinni af deginum í Djúpavogi og hitti þar Kjartan kafara sem er að róa á árabát í kringum landið. Tókum við myndir af okkur saman.
20. júlí (25 km)
Veðrið betra og kláraði Berufjörð og endaði við Núp.
21. júlí (25km)
Fór frá núpi fyrir streitshvarf og framhjá Breiðdalsvík og inn á þjóðveg 96 og hvaddi þjóðveg 1. Í þessum áfanga gekk ég meirihlutann af ferðinni á þjóðvegi 1 en í næstu 2 áföngum mun ég vera á öðrum vegum og ganga hann lítið.Endaði gönguna á Stöðvarfirði í póstkortaveðri.
22. júlí (25 km)
Fór til Fáskrúðsfjarðar frá Stöðvarfirði.
.23. júlí (25 km).
Afgreiddi Fáskrúðsfjörð og fór í gegnum kaupstaðinn á frönskum dögum. Mikið af fólki á götum og líf í bænum. Skemmtileg ganga. Norðarlega í firðinum sá ég kú sem veittist að mér og aðstoðarmanni mínum. Þessa hegðun hef ég aldrei séð áður hjá kúm. Hún baulaði að okkur og lét öllum illum látum stappaði niður framfótum og jós yfir sig heyi.
24. júlí (26 km)
Fór 26 km inn í Reyðarfjörð og gaf ég mér tíma til þess að skoða álversframkvæmdir sem eru ævintýralega miklar.
25. júlí (25 km)
Sunna frá krabbameinsfélagi Reyðarfjarðar labbaði með mér smá spöl. Ég kláraði þjóðveg 96 og fór inn á þjóðveg 92 upp Fagradal. Ég kláraði brekkuna í Fagradal og fór hún ágætlega í mig. Endaði við sæluhúsið í Fagradal
26. júlí (16.7 km )
Kláraði gönguna á Esso á Egilstöðum þar sem ég mun byrja gönguna á næsta ári. Ég fékk fylgd frá fólki síðasta spölinn og þakka ég öllum fyrir það. Það var fámennur en góðmennur hópur sem tók á móti mér þegar ég endaði og þakka ég öllum fyrir að hafa komið. Ég skora á Egilstaðabúa að taka höndum saman og ganga með mér fyrsta spölinn á næsta ári. Ég er búinn að negla tímann niður. Ég mun leggja af stað laugardaginn 24. júní kl 0900 2006 frá Esso á Egilstöðum. Takið tímann frá.
17. júli (25 km)
Kláraðí Álftafjörð og komst inn í Hamarsfjörð í mjög góðu gönguveðri.Hamarsfjörður er stuttur fjörður en í honum er töluvert af brekkum. Símsamband var lélegt þarna þannig að ég gat lítið sent GSM-blogg.
18. júlí (25 km)
Kláraði Hamarsfjörð og gekk framhjá Djúpavogi og inn í Berufjörð Búlandstindur skartaði sínu fegursta í góðu veðri þennan dag.
19, júlí (10 km)
Beljandi slagveður þannig að ég gekk fyrir botn Berufjarðar alls 10 km og fór svo aftur að sofa. Eyddi restinni af deginum í Djúpavogi og hitti þar Kjartan kafara sem er að róa á árabát í kringum landið. Tókum við myndir af okkur saman.
20. júlí (25 km)
Veðrið betra og kláraði Berufjörð og endaði við Núp.
21. júlí (25km)
Fór frá núpi fyrir streitshvarf og framhjá Breiðdalsvík og inn á þjóðveg 96 og hvaddi þjóðveg 1. Í þessum áfanga gekk ég meirihlutann af ferðinni á þjóðvegi 1 en í næstu 2 áföngum mun ég vera á öðrum vegum og ganga hann lítið.Endaði gönguna á Stöðvarfirði í póstkortaveðri.
22. júlí (25 km)
Fór til Fáskrúðsfjarðar frá Stöðvarfirði.
.23. júlí (25 km).
Afgreiddi Fáskrúðsfjörð og fór í gegnum kaupstaðinn á frönskum dögum. Mikið af fólki á götum og líf í bænum. Skemmtileg ganga. Norðarlega í firðinum sá ég kú sem veittist að mér og aðstoðarmanni mínum. Þessa hegðun hef ég aldrei séð áður hjá kúm. Hún baulaði að okkur og lét öllum illum látum stappaði niður framfótum og jós yfir sig heyi.
24. júlí (26 km)
Fór 26 km inn í Reyðarfjörð og gaf ég mér tíma til þess að skoða álversframkvæmdir sem eru ævintýralega miklar.
25. júlí (25 km)
Sunna frá krabbameinsfélagi Reyðarfjarðar labbaði með mér smá spöl. Ég kláraði þjóðveg 96 og fór inn á þjóðveg 92 upp Fagradal. Ég kláraði brekkuna í Fagradal og fór hún ágætlega í mig. Endaði við sæluhúsið í Fagradal
26. júlí (16.7 km )
Kláraði gönguna á Esso á Egilstöðum þar sem ég mun byrja gönguna á næsta ári. Ég fékk fylgd frá fólki síðasta spölinn og þakka ég öllum fyrir það. Það var fámennur en góðmennur hópur sem tók á móti mér þegar ég endaði og þakka ég öllum fyrir að hafa komið. Ég skora á Egilstaðabúa að taka höndum saman og ganga með mér fyrsta spölinn á næsta ári. Ég er búinn að negla tímann niður. Ég mun leggja af stað laugardaginn 6. mai kl 0900 2006 frá Esso á Egilstöðum. Takið tímann frá.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Bloggar | 31.3.2006 | 21:33 (breytt 19.4.2006 kl. 11:17) | Facebook
Færsluflokkar
Síður
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar