Færsluflokkur: Ferðalög

Ástæðan fyrir því að ég hyggst ganga strandvegi Bretlands

Þessi leið er skemmtileg gönguleið vegna þess að samgöngur Íslands við Bretland hafa farið um Hull í áratugi. Ennfremur er þetta skemmtileg ganga vegna þess að ég mun ganga í gegnum óteljandi strandbæi á leiðinni. Bæi sem fáir ferðamenn fara til og ég myndi ekki heimsækja nema í einhverju svona verkefni. Ennfremur er þarna möguleiki á að bera saman ólíka staði eins og England, Skotland og Wales. Þessir hlutar eru ekki eingöngu ólíkir landfræðilega heldur líka menningarlega.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband