Færsluflokkur: Bloggar

Strandvegagöngubókin tilbúin

Ég og fúsi bílstjóri kláruðum bókina um strandvegagönguna í gær. Þetta er bók sem gefin er út á geisladiski sem er mjög skemmtilegt form. Það er umhverfisvænt og fer lítið fyrir því. Hún verður seld í pennanum og kemur í verslanir vonandi fyrir helgi. Einnig er möguleyki sem ég er að vellta fyrir mér og það er að opna bókaútgáfu sem gefur út bækur á geisladiskum. Þeir sem hafa áhuga á að fá gefið út efni eftir sig endilega hafiði samband við mig annað hvort hér á síðunni eða bara að hringja í mig.

Kláraði á milli Bitrufjarðar og Kollafjarðar á Ströndum 1155 km eftir

Ég hef ekki bloggað neitt síðustu daga vegna þess að það hefur ekki gefist tími til þess. Við erum í gistingu fyrir hvern 25 km dag þannig að þetta verða margar gistingar. Nú er því tímabili lokið þannig að við verðum í hverri gistingu lengur. Veðrið þessa daga var sæmilegt. Ég gekk framhjá Staðarskála og Brú og byrjaði að ganga upp vestfjarðarkjálkan í fyrradag. Ég verð á Hólmavík eftirmiðdaginn á föstudag.

Endaði við Vatnsdalshóla 1355 km eftir

kort7_28852.gif
Kalt var í dag en ágætis veður samt. Fór í gegnum Blönduós og tók á móti mér konur úr krabbameinsfélaginu á Húnavatnssýslu og Jóna Bæjarstjóri og krakkar úr barnaskólanum í bænum og fylgdu mér í gegnum bæinn. Síðan borðuðum við saman um hvöldið. Þetta var skemmtilegur dagur. Ég hafði tíma til þess að skoða vatnsdalshóla vel. Talið er að þeir séu leyfar af skriðu sem rann niður Vatnsdalsfjall. Mér finnst þetta ekki passa því að fjallið er svo lagt og hólarnir það útbreyddir. Þetta hefur líklega gerst í einhverjum aðstæðum sem eru ekki fyrir hendi í dag. Við hittum hjólreiðakappa úr lögreglunni í keflavík sem eru að hjóla þjóðveg 1 og eru að hjóla 150-200 km á dag!!!!! Jahérna. ég tek ofan fyrir þeim.

Kominn í Húnaflóann 1430 km eftir

Húnaflói kort

Í gær tók ég hvíld og ég og Fúsi bílstjóri fórum í heita pottinn á Reykjum. Þetta er mjög náttúrulegur pottur og öðruvísi upplifun.

Í dag labbaði ég frá Ketubjörgum og kláraði Skagafjörð og labbaði fyrir skagann og inn í Húnaflóa. Frábært gönguveður og þetta voru skemmtilegar slóðir. Ketubjörg stóðu uppúr í fegurð og rýsa þau tignalega uppúr sjónum. Við fórum í kaffi á 2 bæjum á Mallandi og Hrauni. Skemmtilegt var að tala við f´lk sem býr á þessum slóðum. Það sem einkennir þessar slóðir er að ár heita ekki neitt. Það eru ekki nafnaskilti á brúm eins og annars staðar. Ennfremur er töluverð byggð á þessu svæði en mjög fá hús eru skráð inn á kort!! Hvernig fær slíkt fólk póstinn sinn?

Ég fór í gegnum leiðina í gær og gerði leiðréttingu á framvindu göngunnar. Hún hefur lengst. Ég ætla að reikna út nákvæma tölu næstu daga


30 km gengnir í gær 1705 km eftir

Ég gekk 30 km í gær og fór frá þjóðvegi 1 og í gegnum Dalsmynni og inn í Eyjafjörð. Veðrið var fyrst kalt og lítilsháttar rigning en breyttist síðan í í heiðskyrt veður þegar ég kom inn í Eyjafjörð. Var nokkuð dasaður eftir gönguna og svaf í gærhveldi og nótt í 12 tíma. Geng inn í miðbæ Akureyrar í dag kl 1900 um 27 km. Veðrið er heiðskýrt og talsverður hiti

Endaði við 5km frá vegi 845 1735 km eftir

kort5.gif

Frábært veður. Gekk 20 km og stoppaði vegna blöðru sem ég fékk undir ilina. Gerði að henni og fór í heitu pottana á eftir. Gisti á Akureyri næstu nætur og frí á morgun. Geng til Akureyrar á mánudaginn. Til að gera það þá tek ég 30 km á sunnudag og 27 km á mánudag. Er að stefna að því að bæta persónulegt met í að labba á einum degi 35 km á sunnudag. Ég undirbý mig vel á morgun til þess að klára það á sunnudaginn.


Endaði 15 km frá Húsavík 1805 km eftir

Endaði 15 km frá Húsavík. Það var leiðinda veður og yfir 20 m/s síðustu kílómetrana. Tók 20 km vegna veðurs. Fer í gegnum Húsavík á morgun og enda  10 km frá Húsavík í Suður. Ég uppgötvaði að það vantaði 20 km uppá gönguna þannig að ég enda á Akureyri einum degi síðar eða á mánudaginn 29. mai. Leiðin er þá orðin 2234 km.

Gekk framhjá Raufarhöfn og 2 km framhjá Hraunhafnartanga -1925 km eftir

Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Nemendurnir í grunnskólanum á Raufarhöfn ásamt kennurum og skólastjóra tóku á móti mér við bæjarmörk Raufarhafnar og löbbuðu með mér í gegnum bæinn. Þau voru mjög spennt yfir þessu og spurðu margra spurninga. Nokkur voru áhyggjufull yfir hvort að ég nærðist ekki á leiðinni og gáfu mér af nestinu sínu banana og gulrætur. Ég tók þessu með þökkum og þetta kom sér vel yfir daginn. Kortið sem er fyrir daginn í gær er ekki alveg rétt. Ég er kominn lengra en það sem það sýnir. Ég er kominn núna framhjá nyrsta odda Íslands Hraunhafnartanga og kominn á leið suður aftur. Kuldinn var enn mikill og golan köld. Fúsi aðstoðarmaður hætti sér útúr bílnum við Hraunhafnartanga og varð næstum úti við þá raun. Á morgun mun ég enda við Leirhöfn. Ég er búinn að reikna það út að ég verði á Akureyri seinnipartinn 28. mai. Daginn eftir kosningar.

Endaði á miðri sandvíkurheiði - 2050 km eftir

Veðrið í dag var snjókoma og rok. Kláraði 25.5 km. Ég gekk í gegnum Vopnarfjarðarkaupstað og endaði á miðri Sandvíkurheiði á milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar.Ég fór að heyra í kríum í fyrsta skiptið í ferðinni. Ekkert annað markvert gerðist í dag nema að ég bjó til nýjan málshátt

Þú borðar ekki afturábak (Það sem þú er búinn að borða ertu búinn að borða)

Annar málsháttur sem ég hef búið til handa golfurum

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt að slá (Skilst sjálfvirkt)

 

Á morgun fer ég framhjá Bakkafirði og 7 km í átt að Þórshöfn

Ég frétti að feiti maðurinn Steave á www. fatmanwalking.com er búnn að ljúka sinni göngu yfir þver Bandaríkin. Þetta er frábært afrek. Hann vó yfir 200 kg áður en hann fór frá heimili sínu í LA og gekk til New York. Hann var 13 mánuði að þessu enda eru þetta 3300 mílur eða um 6000 km leið yfir eyðimerkur og fjallgarða.


Kominn heim

Búinn að hlaða batteriin í Amsterdam og kominn heim fullur fjöri. Fór í langan göngutúr um borgina í gær og skoðaði ég hana frá öðruvísi sjónarhorni heldur en ég er vanur hingað til. Ég drakk mikið af kaffi  Þannig að þetta var góður undirbúningur undir ferðina í sumar.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband