Jón E. Guðmundsson

Áið 2005 ákvað Jón Eggert Guðmundsson að verða fyrstur manna til að ganga lengstu vegalengd sem gengin hefur verið hringinn í kringum Ísland. Honum varð ljóst að ekki er hægt að ganga allar fjörur fyrir kletta og höfða landsins en það sem komst næst því var að ganga alla strandvegi landsins. Úr varð Strandvegagangan sem gengin er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og hófst hún á sumardögum ársins 2005.
Jón Eggert hóf göngu sína heiman að frá sér í Hafnarfirði 12. júní í fyrra og á 5 vikum var hann búin að ganga 986 km eftir strandvegum frá Hafnarfirði að Egilsstöðum.
Í vor mun seinni hluti göngunnar halda áfram frá Egilsstöðum þann 6. maí n.k. en þar með hefst lokaáfangi þessa þrekvirkis. Lagðir verða að baki 2.114 km í einni lotu. Ljóst er að slegið verður Íslandsmet bæði hvað varðar heildarlengd göngunnar sem og lengd þess áfanga sem genginn verður í einni lotu.
- Hægt er að leggja fram frjáls framlög inn á sérstakan söfnunarreikning 301-26-102005, kt. 700169-2789
- Hægt er að hringja í söfnunarsíma 907-5050 og verða þá eitt þúsund krónur innheimtar með næsta símreikningi.


Hver er Jón Eggert Guðmundsson?


Jón Eggert Guðmundsson er 38 ára og starfar sem kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna en auk þess er hann líffræðingur og kaupsýslumaður. Meðal fjölbreyttra áhugamála má nefna köfun og neðansjávarrannsóknir, leitir af skipsflökum og skráningu þeirra og margt fleira.

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir varðandi göngu síðasta árs og að loknum næsta áfanga munu þær án efa verða fleiri:


- Gangan er samtals 3.100 km. Í sumar mun hann ganga 2.114 km sem upp á vantar til að loka hringnum.
- Á meðan holdið minnkaði og Jón léttist um 20 kíló, á göngunni í fyrra, stækkuðu fætur hans varanlega um eitt skónúmer. Fóru úr 46 í 47.
- Fyrstu 1-2 vikur mynduðust blöðrur á fótum. Þær hætta að koma eftir ca 10 daga vegna myndunar siggs.
- Jón Eggert er í stöðugri þjálfu og eftirliti sérfræðinga í Laugum til að efla líkamlegan styrk og þol fyrir næsta áfanga.
- Jón Eggert gekk í fyrravetur 2 - 3 í viku upp á Esjuna til undirbúnings þrekrauninni.
- Jón grenntist um 3 buxnanúmer og svo var komið að klofið á buxunum var komið á mið læri og særði hann á innanverðum lærunum.
Til að koma í veg fyrir sálræna þreytu sem að er vel þekkt meðal fólks sem tekst á við aflraunir sem þessa notaði Jón eftirfarandi ráð:
- Að kvöldi dags les hann sig til um þá staði sem hann hyggst ganga um daginn. Í göngunni rifjaðist frásagnirnar upp fyrir honum og veita honum dægrastyttingu.
- Jón og aðstoðarmaður hans gista á gistiheimilum í stað þess að dvelja í húsbíl. Þannig verður til félagsleg fjölbreytni og félagsskapur af öðru fólki. Með þessu er komist hjá Skálaveiki sem eru vel þekkt sálræn einkenni manna sem dvelja löngum einangraðir og án félagslegs fjölbreytileika.
- Gerð er áætlun um ólík erfiðleikastig göngunnar þannig að hægt er að hlakka til þeirra daga sem gangan verður léttari áður en erfiðleikastigið er hækkað að nýju.
- Gangan er til styrktar góðu málefni þ.e. Krabbameinsfélagi Íslands.


Dagskrá göngunnar og helstu áfangastaðir á leiðinni:
1. Egilsstaðir, 6. maí
2. Vopnafjörður 9. maí
3. Húsavík 23. maí
4. Akureyri 28. maí (Kvikmyndatökumaður og ljósmyndari á vegum leiðangursins safna efni)
5. Ólafsfjörður 31. maí
6. Blönduós 10. júní
7. Brú í Hrútafirði 18. júní.
8. Ísafjörður 5. júlí
9. Hrafnseyri 8. júlí. ÍSLANDSMET (Kvikmyndatökumaður og ljósmyndari á vegum leiðangursins safna efni)
10. Dýrafjörður/Arnarfjörður 9. júlí
11. Patreksfjörður 12. júlí
12. Stykkishólmur 1. ágúst
13. Breiðavík á Snæfellsnesi 5. ágúst (Kvikmyndatökumaður og ljósmyndari á vegum leiðangursins safna efni)
14. Borgarnes 11. ágúst
15. Reykjavík 19. ágúst.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband